
Ofnbakaður fiskur er alltaf í miklu uppáhaldi á þessu heimili og þessi uppskrift er frábær! Allir fjölskyldumeðlimir elskuðu þennan rétt og hann kláraðist upp til agna.

Ofnbakaður fiskur með púrrulaukssósu uppskrift
Fyrir 4-5
- 7-800 g þorskur/ýsa (roð- og beinlaus)
- 4 meðalstórar gulrætur
- 1 lítill blómkálshaus
- 1 stk púrrulaukur
- 1 pakki púrrulauksúpa frá TORO
- 500 ml matreiðslurjómi
- 150 ml vatn
- Bezt á flest hvítlaukskryddblanda
- Rifinn ostur

- Skerið blómkál í munnstóra bita og gulrætur í sneiðar, gufusjóðið í nokkrar mínútur og raðið því næst í botninn á eldföstu fati.
- Skerið fiskinn niður, raðið ofan á grænmetið, kryddið með hvítlaukskryddblöndunni og stráið niðurskornum púrrulauk þar yfir.
- Hitið matreiðslurjóma í potti og bætið púrrulaukssúpunni saman við og hrærið vel. Sjóðið saman í nokkrar mínútur og bætið vatninu út í eftir því hversu þykka/þunna þið viljið hafa sósuna.
- Hellið sósunni yfir fiskréttinn í fatinu og stráið vel af rifnum osti yfir.
- Hitið við 180°C í 35 mínútur.
- Gott er að bera réttinn fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum.

Mæli sannarlega með því að þið prófið þessa dásemd!

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM