Salat með grilluðum laxi



Laxasalat

Það er mánudagur svo ég skal halda í mér með hnallþórurnar og sætindin….til morguns í það minnsta!

Þetta salat er létt og gott í maga og tilvalinn mánudagsmatur!

Salat með grilluðum laxi

Fyrir um 4-5 manns

  • 700 g grillaður lax (kryddaður með góðu fiskikryddi)
  • Blandað salat (1 poki)
  • Agúrka skorin í ræmur
  • 1 stk. Avocado skorið í bita
  • Fetaostur og olía
  • Kasjúhnetur

Öllu nema laxi blandað saman í fallega skál og laxinn síðan rifinn yfir. Gott er að leyfa laxinum aðeins að kólna áður en hann er settur yfir en einnig má nota kaldan, eldaðan lax (t.d ef það er til afgangur).

Mæli með að bera fram gott hvítlauksbrauð eða annað brauð með salatinu.

Salat með laxi

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun