Asískar núðlur



⌑ Samstarf ⌑
wok núðlur

Ég elska asískan mat og þarf að koma með meira af slíkum réttum hingað inn í vetur.

Núðlur

Þessi réttur er einfaldur, fljótlegur og hollur kostur.

Asian noodles

Það má nota hvernig nautakjöt sem er í þennan rétt en oft þegar ég er að gera nautalund kaupi ég aðeins ríflega og sneiði restina svo niður í núðlur daginn eftir.

Asískar núðlur

Fyrir 4-6 manns

  • 375 g núðlur (6 „blocks“)
  • 500 g nautakjöt
  • Brokkolihaus
  • 4-5 gulrætur
  • ½ blaðlaukur
  • Kikkoman soyasósa
  • Kikkoman teriyaki sósa
  • Hoisin sósa
  • Sweet chili sósa
  • Ólífuolía
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • 100 g ristaðar og saltaðar kasjúhnetur
  1. Grillið/eldið nautalundina og hvílið á meðan þið útbúið núðlurnar.
  2. Skerið brokkoli í bita og lauk og gulrætur í strimla.
  3. Steikið brokkoli og gulrætur á meðalháum hita upp úr vel af ólífuolíu í stutta stund. Hellið 4 msk af vatni og 2 msk af soyasósu á pönnuna og hrærið vel í þar til vökvinn gufar upp.
  4. Bætið þá lauknum saman við ásamt meira af ólífuolíu og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  5. Blandið á meðan saman í skál 6 msk af Hoisin sósu, 2 msk soyasósu, 2 msk teriyaki og 4 msk sweet chili sósu og hellið yfir grænmetið.
  6. Sneiðið kjötið í þunna strimla og blandið saman við.
  7. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hrærið vel saman við í lokin, toppið með kasjúhnetum.
Núðlur með nautakjöti

Namm þetta er svo brjálæðislega gott!

Asískar núðlur

Hver og einn getur síðan bætt við soyasósu að vild þegar rétturinn er tilbúinn því sumir vilja meira á meðan aðrir vilja minna.

Fylgist endilega með á INSTAGRAM og merkið @gotterioggersemar ef þið eruð að prófa uppskriftir.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun