Súkkulaðibitakökur



Chocolate chip cookies

Þessar kökur eru DÁSAMLEGAR, ég setti þær í Instastory um daginn og fékk fullt af fyrirspurnum og loksins koma þær hingað fyrir ykkur að prófa!

Ég bakaði þær eitt kvöldið fyrr í sumar og mér fannst þær bestar aðeins volgar með ískaldri mjólk!

Síðan lærði ég eitt nýtt í dag sem ég hafði ekki hugmynd um að ég væri að gera vitlaust. Hún Þóra snillingur á Matarvefnum sagði mér að alltaf þegar maður væri að gera tsk, msk, stk og þess háttar þá ætti að koma punktur á eftir, já krakkar mínir, framvegis ætla ég því að reyna að vanda mig og hafa þetta rétt!

súkkulaðibitakökur

Uppskrift

  • 480 g hveiti
  • 1 tsk. matarsódi
  • ½ tsk. salt
  • 80 g bökunarkakó
  • 355 g smjör við stofuhita
  • 230 g sykur
  • 210 g púðursykur
  • 2 egg
  • 3 tsk. vanilludropar
  • 150 g gróft saxað suðusúkkulaði
  • 300 g súkkulaðidropar
  • Sjávarsalt

Aðferð

  1. Hitið ofninn 175°C.
  2. Hrærið saman hveiti, matarsóda, salti og bökunarkakó og leggið til hliðar. 
  3. Þeytið saman smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst. 
  4. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið og þeytið vel á milli og setjið þá vanilludropana útí. 
  5. Bætið næst þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum þar til vel blandað.
  6. Að lokum má blanda söxuðu suðusúkkulaðinu og 3/4 af súkkulaðidropunum saman við (restin fer ofan á). 
  7. Rúllið um 1 msk af deigi í kúlu og skiptið niður á bökunarplötur með góðu millibili.
  8. Bakið í 8 mínútur, takið út og raðið súkkulaðidropum á hverja köku og bakið þá aftur í 4 mínútur og stráið strax smá sjávarsalti yfir kökurnar. 

Megið endilega fylgja mér á INSTAGRAM og merkja @gotterioggersemar ef þið prófið þessa dásemd eða aðrar uppskriftir af síðunni!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun