
Hér er á ferðinni dásamlegur forréttur með ítölsku yfirbragði. Þessi réttur myndi reyndar líka sóma sér vel í smáréttarhlaðborði en þá væri hægt að skipta honum niður í minni einingar en hér er gert.

Maschio freyðivínið passaði fullkomlega með þessum rétti.

Melóna með mozzarella og hráskinku
- 1 stk. kantalópu melóna
- 2 dósir Mozzarella perlur (2 x 180 g)
- 10 sneiðar parmaskinka
- 1 lúka fersk, söxuð basilika
- 3 msk Silencio virgin ólífuolía
- 2 msk hunang
- Salt og pipar eftir smekk
- Helmingið melónuna og hreinsið fræin úr.
- Búið til melónukúlur með kúluáhaldi.
- Hellið safanum af mozzarellaperlunum og rífið parmaskinkuna niður.
- Blandið þá öllum hráefnunum saman í skál, kryddið til með salti og pipar og skiptið niður í minni skálar (þessi uppskrift dugði í 6 litlar skálar sem forréttur).

Þessi réttur er skemmtilegur og fallegur til að bera fram fyrir gesti.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM