Bruschettur með eggjasalati⌑ Samstarf ⌑
Bruschettur

Einfalt og gott eggjasalat er dásamlega gott! Ekki er nú verra að útbúa bruschettur með því en að sjálfsögðu má nota þetta salat eitt og sér á kexi eða öðru sem ykkur þykir gott.

Bruschetta með eggjasalati

Á þessu heimili gáfu í það minnsta allir salatinu toppeinkunn og kláraðist það upp til agna á einum sólarhring.

Bruschettur með eggjasalati

 • 1 stk baguette brauð
 • 10 harðsoðin egg
 • 200 g Hellmann‘s Light majónes (ein lítil krukka)
 • 2 tsk sætt sinnep
 • 5 stk saxaður vorlaukur
 • ½ söxuð paprika
 • Salt, pipar og paprikuduft eftir smekk
 • Ólífuolía
 1. Skerið baguette brauðið í sneiðar, penslið með ólífuolíu og ristið í grilli stutta stund, leggið til hliðar.
 2. Skerið harðsoðnu eggin niður með eggjaskera.
 3. Blandið majónesi og sinnepi saman í skál og kryddið til með salti, pipar og paprikudufti.
 4. Blandið öllum hráefnum saman í skál og setjið vel af salati á hverja brauðsneið, fallegt er að setja smá auka papriku og vorlauk ofan á í lokin til skrauts.
 5. Salatið má þó einnig nota sem hefðbundið salat með kexi, hvorutveggja er mjög gott.
Eggjasalat

Það tekur enga stund að útbúa þetta góðgæti svo nú er bara að bretta upp ermar og byrja á því að harðsjóða egg!

Þið megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM líka 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun