
Ég smakkaði fyllt jalapeno fyrsta skipti í grillveislu í Flórída í vor og almáttugur minn, þetta er alveg geggjað! Ég er ekki einu sinni mikið fyrir jalapeno, finnst það almennt of sterkt en þegar búið er að hreinsa öll fræ úr og baka það er það alls ekki sterkt lengur.

Ég er búin að hugsa um þessa dásemd síðan ég bjó hana til og verð að gera hana aftur mjög fljótlega svo það hljóta að vera góð meðmæli. Uppskriftina gerði ég fyrir Gott í matinn og nú kemur hún hingað fyrir ykkur að prófa.

Fyllt jalapeno
- Jalapeno eftir smekk
- Rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
- Beikonsneiðar
- Skerið jalapeno til helminga og fjarlægið fræin innan úr þeim.
- Sléttfyllið með rjómaosti.
- Vefjið einni beikonsneið utan um hvert jalapeno og raðið á bökunarplötu.
- Bakið í ofni við 200° þar til beikonið verður dökkt og stökkt (15-20 mín).
- Þetta er dásamlegt snarl, smáréttur í veislu eða sem meðlæti með öðrum mat.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM líka!