„Tiktok style“ kjúklingavefjur⌑ Samstarf ⌑
Kjúklingavefja með avókadó og pestó

Ég veit ekki hvað ég er búin að sjá margar útfærslur af Tiktok-vefjum síðustu vikur og ég hreinlega mátti til með að prófa að útbúa eina slíka! Þetta er svo ofursnjöll hugmynd og gaman að prófa eitthvað nýtt í vefjumálum!

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ UPPSKRIFTAMYNDBAND Á INSTAGRAM

Ristuð kjúklingavefja með pestó, spínati og grænmeti

Ég elska kjúklingavefjur með avókadó og einhverju gúmelaði og fæ mér slíkar óspart á Joe & the Juice, Lemon, Pure Deli og víðar. Allar hafa þær sitt twist og hér er ég búin að mixa saman því sem mér þykir best og útkoman varð hreint út sagt guðdómleg!

Chickencado vefja

„Tiktok style“ kjúklingavefjur

Uppskrift dugar í 6 vefjur

 • 6 stórar tortilla kökur
 • 2 eldaðar kjúklingabringur
 • 3 avókadó
 • 2 tómatar
 • 2 kúlur mozzarella ostur
 • Spínat
 • Sacla basil pestó
 • Sacla hvítlauksolía
 • Gróft salt
 • Salat og tómatar til að hafa með
 1. Skerið kjúkling og grænmeti niður í þunnar sneiðar, leggið til hliðar.
 2. Skerið í vefjuna miðja, frá miðju og í gegn á einum stað (til að hægt sé að brjóta hana saman, sjá video).
 3. Ímyndið ykkur að þið séuð búin að skipta vefjunni niður í fjórðunga. Pestó fer á einn, tómatar og avókadó á næsta, mozzarella og kjúklingur á þann þriðja og spínat á þann fjórða.
 4. Flettið vefjunni síðan yfir hvern hluta fyrir sig, haldið þétt og reynið að halda öllum hráefnum á sínum stað.
 5. Penslið með hvítlauksolíu á báðum hliðum og ristið á grilli eða pönnu þar til osturinn er bráðinn og vefjan orðin stökk að utan.
 6. Hrærið saman 1 matskeið af hvítlauksolíu og 1 matskeið af basilpestó í skál og setjið yfir vefjuna þegar hún kemur úr grillinu og stráið að lokum grófu salti yfir.
 7. Berið fram með fersku salati.
Kjúklingavefja með basilpestó frá Sacla

Sacla basilpestóið smellpassaði með þessum rétti og þetta er uppskrift sem allir hreinlega verða að prófa! Ég keypti fulleldaðar sous vide kjúklingabringur með hvítlauksmarineringu. Það var snilld að þurfa ekki einu sinni að elda neitt að viti fyrir þessa uppskrift, bara skera niður, raða saman og rista, namm!

Vefja með kjúkling, avókadó, tómötum, mozzarella og pestó

Hér erum við síðan auðvitað líka að tala um alveg snarholla máltíð sem allir í fjölskyldunni elska!

Chicken avocado vefja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun