„Ketó-Vegan“ Bolognese



⌑ Samstarf ⌑
ketó uppskrift

„Ketó-Vegan“, er það ekki eitthvað! Það eru nú líklega ekki margir sem tikka í bæði boxin en klárlega einhverjir. Mér skilst síðan á hörðum „Ketóistum“ að þetta tvennt fari ekki beint vel saman því það sé oft soya, hveiti og kolvetni í veganvörum. Ég er hvorki ketó né vegan en mér finnast fullt af matvörum góðar sem slíku mataræði henta. Því finnst mér gaman að blanda saman hinu og þessu og því ákvað ég bara að kalla þetta Spaghetti Bolognese „ketó-vegan“. Það er í það minnsta klárlega vegan en mér skilst að soyahakkið þyki ekki nægilega ketóvænt en lágkolvetna mætti það heita. Rétt nafn á þessum rétti mætti því mögulega vera „Lágkolvetna-vegan“ Bolognese, mér fannst hitt bara hljóma betur!

Lágkolvetnaréttur

Ég ráðfærði mig við Maríu Kristu ketóvinkonu mína sem og hana Sollu eins og svo oft áður þar sem ég get sannarlega eldað alls konar gott en þekki ekki nægilega vel til þegar matur þarf að flokkast sem ketó eða hvað annað því ég fylgi engu sérstöku mataræði heldur borða allt milli himins og jarðar.

ketó vegan uppskrift

Það sem mér finnst hins vegar skipta máli fyrir kvöldmat virka daga er að útkoman sé góð, í hollari kantinum og ekki skemmir fyrir ef hún er fljótleg. Þessi réttur tikkar klárlega í öll boxin og ég var að smakka lágkolvetna spaghetti í fyrsta skipti og það kom skemmtilega á óvart! Hér er því hollur, góður og mjög fljótlegur kvöldverður sem er kjötlaus þó þú haldir að það sé kjöt í honum, hversu geggjað!

Ketó spaghetti með hakki

Ketó-Vegan“ bolognese uppskrift

Fyrir um 4 manns

  • 3 pakkar Barenaked spaghetti
  • 1 pakki Halsans kök soyahakk
  • 1 blaðlaukur (saxaður)
  • 1 rautt chili (saxað)
  • 2 hvítlauksrif (söxuð)
  • 1 dós niðursoðnir tómatar (hakkaðir)
  • 100 g kirsuberjatómatar
  • Fersk basilika
  • Vegan parmesanostur
  • Salt, pipar og hvítlauksduft
  • Olía til steikingar
  1. Steikið blaðlauk, chili og hvítlauk stutta stund upp úr olíu, kryddið til.
  2. Bætið soyahakkinu á pönnuna ásamt tómötunum og steikið áfram.
  3. Næst má hella hökkuðu tómötunum í dósinni yfir allt saman og krydda til eftir smekk, leyfa að malla á lágum hita á meðan þið hitið spaghetti.
  4. Hellið spaghetti í sigti og látið vatnið renna af því. Steikið það síðan á pönnu með smá olíu þar til það hitnar, tekur 2-3 mínútur.
  5. Setjið spaghetti á disk, næst soyahakkblöndu og toppið með vegan parmesanosti og ferskri basilíku.
Barenaked spaghetti

Barenaked spaghetti þarf aðeins að hita á pönnu í nokkrar mínútur, svipað og Halsans kök soyahakkið svo úr verður veislumáltíð á um 15 mínútum! Barenaked vörurnar fást í öllum helstu matvöruverslunum og eru snilld fyrir þá sem vilja draga úr kolvetnaneyslu!

Lágkolvetna spaghetti

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun