Hvítlauksristaðir humarhalar⌑ Samstarf ⌑
Humarhalar

Hér er klárlega uppáhalds matur fjölskyldunnar á ferðinni. Þessi réttur er algjörlega spari og elskum við ekkert meira en humarveislu.

Humar í smjöri

Það eru til ýmsar aðferðir við að elda humar en svona finnst mér hann langbestur!

Humarhalar

Hversu girnilegt!

Hvítlauksristaðir humarhalar

Hvítlauksristaðir humarhalar

Fyrir 4-5

 • 1400 g stór humar
 • 300 g smjör
 • 4 hvítlauksrif
 • 2 msk söxuð fersk steinselja
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 1. Kljúfið humarinn þegar hann er hálffrosinn og fjarlægið „skítaröndina“. Mér finnst best að gera þetta undir mjórri vatnsbunu og þerra síðan humarinn áður en ég raða honum í bökunarskúffu (Þið þurfið tvær bökunarskúffur fyrir þetta magn af humri).
 2. Bræðið saman smjör, pressuð hvítlauksrif og steinselju.
 3. Hellið smjörblöndunni jafnt yfir humarhalana í skúffunum með matskeið, setjið vel af smjöri á hvern bita og kryddið síðan með salti, pipar og hvítlauksdufti í lokin.
 4. Grillið í ofni við 230°C í 5-7 mínútur eða þar til halarnir byrja aðeins að „krullast“ upp, þá má taka þá strax út úr ofninum.
 5. Gott er að hella hölunum í fat, pott eða annað og hella restinni af smjörinu yfir, hafa síðan skeið við hendina til þess að geta sett nóg af smjöri á halana þegar þeir koma á diskana.
 6. Berið fram með góðu hvítlauksbrauði og salati. Ef þið bakið ekki hvítlauksbrauð þá finnast mér sneiðarnar sem eru seldar frosnar henta vel með þessu. Gott að leggja þær á diskinn og fá þær til að drekka aðeins í sig smjörið. Salatið að þessu sinni samanstóð af klettasalati, baby spínati, bláberjum, fetaosti og brauðteningum.
Grillaður humar

Mig langar eiginlega bara í þennan humar aftur næstu helgi!

Minni á INSTAGRAM reikninginn minn, megið endilega fylgja mér þar líka!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun