Töfrandi tómatsúpa og gratínerað hvítlauksbrauðKvölmatarhugmyndir súpa og hvítlauksbrauð

Það er ekta súputími þessar vikurnar og mig langar að gera nokkrar súputilraunir hér með ykkur á næstunni. Það er eitthvað svo notalegt að fá sér heita súpu og gott meðlæti í svona myrkri og kulda.

Heimagerð tómatsúpa með hvítlauksbrauði

Þessi súpu hér er einfalt að gera og undursamleg er hún.

Súpa og brauð

Töfrandi tómatsúpa og gratínerað hvítlauksbrauð

Fyrir um 4-5 manns

Tómatsúpa uppskrift

 • 1 laukur (saxaður)
 • 2 gulrætur (saxaðar)
 • 2 hvítlaukrif (söxuð)
 • 50 ml Muga rauðvín
 • 40 g hveiti
 • 100 g Hunt‘s tómatpúrra
 • 300 ml vatn
 • 2 x dós (411 g) af Hunt‘s tómötum (Basil-Garlic-Oregano)
 • 300 ml rjómi
 • 1 msk. söxuð basilíka
 • 1 msk. Oscar grænmetiskraftur (duft)
 • 30 g smjör
 • Salt, pipar og hvítlauksduft
 • Sýrður rjómi, pipar og söxuð basilíka sem „topping“
 1. Steikið lauk, gulrætur og hvítlauk við meðalhita upp úr smjörinu þar til mýkist, kryddið eftir smekk.
 2. Hækkið hitann, hellið rauðvíninu yfir grænmetið og hrærið þar til það hefur að mestu gufað upp.
 3. Bætið þá hveitinu á pönnuna og hrærið vel, næst má setja tómatpúrruna og hræra saman og þá vatnið, hrærið áfram vel.
 4. Báðar dósir af tómötum mega fara saman við ásamt rjómanum, krafti, basilíku og svo má krydda eftir smekk og smakka til.
 5. Leyfið að malla í um 30 mínútur við vægan hita, hrærið í af og til.
 6. Maukið síðan súpuna með töfrasprota eða í blandara að 30 mínútum liðnum og toppið með sýrðum rjóma, basilíku og pipar.
 7. Gott er að útbúa hvítlausbrauðið á meðan súpan mallar, ganga frá og leggja á borð.

Gratínerað hvítlauksbrauð uppskrift

 • 1 hvítt snittubrauð (niðurskorið)
 • 100 g smjör við stofuhita
 • 2 hvítlauksrif (rifin)
 • 1 msk. söxuð steinselja
 • Rifinn ostur
 • Gróft salt
 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Stappið smjör, hvítlauk og steinselju saman.
 3. Smyrjið vænu lagi yfir hverja brauðsneið (um 1 tsk), setjið rifinn ost yfir, smá salt og bakið í um 5 mínútur.
Tómatsúpa með Muga rauðvíni

Við setjum stundum soðið pasta saman við tómatsúpur og passar slíkt mjög vel ef þið viljið gera hana matarmeiri og síðan er líka mjög gott að bera hana fram með harðsoðnu eggi. Til þess að færa súpumáltíð yfir á hærra plan má síðan fá sér smá rauðvín með því það fer ótrúlega vel saman!

Tómatsúpa og gratínerað hvítlauksbrauð

Jummý!

Tómatsúpa uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun