Tom Kha Gai⌑ Samstarf ⌑
Tom Kha Gai súpa frá TORO með kjúkling og núðlum

Ef ykkur langar í tælenskt andrúmsloft í eldhúsið á tuttugu mínútum þá er þessi súpa eitthvað fyrir ykkur!

Tom Kha Gai súpa frá TORO með kjúkling og núðlum

Við vorum í Tælandi fyrir rúmu ári og dætur mínar vildu meina það að þessi súpa minnti þær einstaklega mikið á Asíu og vildu helst að við færum að panta næstu reisu yfir kvöldmatnum, hahaha!

Tælensk núðlusúpa með kjúkling og kókos

Tom Kha Gai súpa

 • 2 x pakki af Tom Kha Gai súpu frá TORO
 • 1 pk úrbeinuð kjúklingalæri (um 8 stykki)
 • 1 x laukur
 • 1 x rautt chilli (+ meira til skrauts)
 • 1 dós kókosmjólk (400 ml)
 • 800 ml vatn
 • 300 ml rjómi
 • 150 g hrísgrjónanúðlur
 • Bezt á kjúklinginn krydd
 • Kóríander, lime og chilli á toppinn
 • Ólífuolía til steikingar
 1. Steikið kjúklingalærin upp úr ólífuolíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til þau eru elduð í gegn, kryddið á báðum hliðum með Bezt á kjúklinginn kryddi. Takið úr pottinum og leggið til hliðar.
 2. Bætið við ólífuolíu í pottinn, skerið lauk og chilli niður og steikið þar til mýkist.
 3. Bætið þá kókosmjólk, vatni og rjóma í pottinn ásamt Tom Kha Gai súpuduftinu. Náið upp suðu og lækkið þá vel niður og leyfið að malla í nokkrar mínútur og hrærið reglulega í á meðan.
 4. Á meðan má sjóða hrísgrjónanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka, láta vatnið renna vel af þeim og bæta þeim síðan út í pottinn í lokin ásamt niðurskornum kjúklingalærunum.
 5. Berið fram með kóríander, fersku chilli og limesneiðum.
Tom Kha Gai súpa frá TORO með kjúkling og núðlum

Hér nota ég Tom Kha Gai súpu frá TORO og bæti aðeins í hana til að gera hana matarmeiri. Dásamlegur sítrónugraskeimur í bland við kókos er frábær blanda og hátíð fyrir bragðlaukana. Það er svo margt sniðugt hægt að gera við pakkasúpur svo lengi sem hugmyndarflugið fær að ráða. Þessi súpa er ný inn á markaðinn og önnur sterk tómatsúpa sem heitir Amerikansk Spicy. Hún er meira með mexíkósku ívafi en klárlega kostur sem þarf að prófa líka með einhverju skemmtilegu twisti.

Bezt á kjúklinginn krydd

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun