Huggulegheit⌑ Samstarf ⌑
Heit mexíkódýfa og bakaður brie ostur

Það er svo huggulegt að baka osta eða ídýfur og sitja yfir slíku mönsi með fjölskyldunni eða góðum vinum. Ekki skemmir heldur fyrir að geta borið dásamlegheitin fram í fallegum ílátum og ég er handviss um að maturinn bragðast betur í slíkum.

Heit mexíkódýfa og bakaður brie ostur

Ég útbjó hefðbundna mexíkóídýfu og bakaði hvítmygluost með pekanhnetum, perum og sýrópi og namm…..þetta var alveg fullkomið!

Heit mexíkódýfa og

Mexíkóídýfuna bakaði ég í þessu dásamlega Broste Vig eldfasta móti sem fæst í Húsgagnahöllinni og nacosflögurnar eru bornar fram í undurfallegri Bitz skál. Þetta mót var alveg fullkomin stærð fyrir svona ídýfu, ekki of stórt og ekki of lítið, heldur bara alveg eins og best verður á kosið.

Heit nacosdýfa

Klassísk heit nacosdýfa

 • 200 g rjómaostur
 • 200 g ostasósa
 • 250 g salsasósa
 • Rifinn ostur
 1. Hitið ofninn í 190°C.
 2. Smyrjið rjómaosti neðst í botninn á eldföstu móti (Broste Vig mótið er 22,5×19).
 3. Smyrjið ostasósunni næst yfir og þar á eftir salsasósunni.
 4. Rífið ost yfir allt saman og bakið í um 20 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
 5. Berið fram með nacosflögum.
Broste Vig eldfast mót

Osturinn passaði fullkomlega í þetta litla eldfasta mót úr Broste Vig línunni og algjör snilld að geta skellt lokinu á og haldið ostinum þannig lengur heitum eftir að hann kemur úr ofninum.

Bakaður ostur með pekanhnetum og perum

 • 1 x Dala Auður
 • ½ þroskuð pera
 • 60 g pekanhnetur
 • 3 msk.  hlynsýróp
 1. Hitið ofninn í 190°C
 2. Komið ostinum fyrir í eldföstu móti, skerið perurnar smátt niður og myljið pekanhneturnar gróft.
 3. Setjið perubita og hnetur yfir ostinn og hellið að lokum sýrópinu jafnt yfir allt saman.
 4. Bakið í um 20-22 mínútur og berið fram með góðu kexi eða snittubrauði.
Heit mexíkódýfa og bakaður brie ostur

Aðrar vörur á þessari mynd fást einnig í Húsgagnahöllinni. Rauðvínsglasið er Riverdale Elegance vínglas. Litla eldfasta mótið er einnig úr Broste Vig línunni og hentar vel til að hita sýróp, sultur eða sósur sem bera á fram með ýmsum kræsingum og fallegi amber diskurinn sem sjá má glitta í undir kexinu og perunni er frá Bitz. Litlu krúttlegu skeiðarnar eru síðan frá Nordal og henta súpervel fyrir svona bakaða osta, enda ekki verra að hafa 2-3 skeiðar í gangi þegar margir eru um góðgætið.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun