
Það er fátt betra en ljúffengur pastaréttur í þessum endalausu vetrarlægðum sem ganga yfir landið!

Hér er uppskrift sem allir í fjölskyldunni elskuðu og sú yngsta kolféll fyrir, og þá er nú mikið sagt því hún er algjör gikkur. Ég var smá smeyk um að þetta væri of sterkt fyrir hana en þetta var greinilega allt innan marka og hún heimtaði bara meira og meira. Hún bað reyndar alltaf um meiri og meiri „tjúkling“ með pastanu svo það þarf greinilega að kenna henni betur á rækjur og humar þessari elsku, hahaha!

Spicy tagliatelline
- 500 g De Cecco Tagliatelline
- Um 300 g tígrisrækja (lítil) frá Sælkerafiski
- Um 300 g skelflettur humar frá Sælkerafiski
- 4 hvítlauksrif (söxuð smátt)
- 3 msk. smjör
- 3 msk. Hunt‘s tómat paste
- 1 msk. Blue Dragon Minced hot chilli
- 600 ml rjómi
- 150 ml vatn
- 2 msk. humarkraftur frá Oscar
- Parmesan ostur
- 70 g Philadelphia rjómaostur
- 1 msk. ferskt saxað timian
- 1 msk. fersk söxuð steinselja
- 1 tsk. þurrkað oregano
- Filippo Berio ólífuolía til steikingar
- Salt og pipar
- Skolið og þerrið bæði rækjur og humar, leggið til hliðar.
- Hitið um 2 msk. af smjöri á pönnu og setjið helming hvítlauksins út í og steikið í um eina mínútu.
- Bætið þá rækjunum saman við og því næst humrinum, veltið í örfáar mínútur eða þar til rækjurnar verða bleikar. Takið þá af pönnunni og geymið þar til síðar.
- Bætið nú um 1 msk. af smjöri á pönnuna ásamt smá ólífuolíu og steikið restina af hvítlauknum þar til hann fer aðeins að brúnast.
- Bætið þá tómat paste, maukuðu chilli, rjóma, vatni, humarkrafti, rjómaosti og um 3 msk. rifnum parmesan osti á pönnuna.
- Hrærið öllu saman þar til ljósbleik og kekkjalaus sósa hefur myndast. Bætið kryddunum þá út í og smakkið til með salti og pipar.
- Sjóðið tagliatelline í 5 mínútur, sigtið vatnið frá og hellið að lokum á pönnuna og hrærið öllu saman.
- Á meðan tagliatelline sýður má bæta humri&rækjum aftur á pönnuna (í sósuna) og setja hvítlauksbrauðið í ofninn (sjá uppskrift hér að neðan).
Hvítlauksbrauð
- 1 x snittubrauð
- Filippo Berio ólífuolía
- Hvítlauksrif
- Rifinn ostur
- Salt og pipar
- Skerið snittubrauð á ská í sneiðar (10-12 stk), penslið með ólífuolíu, nuddið með hvítlauksrifi, rífið ost yfir og saltið og piprið örlítið.
- Bakið við 200°C í nokkrar mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
- Hægt er að bera sneiðarnar fram heilar eða skera þær í tvennt.

De Cecco pastað er dásamlega gott og það þarf aðeins að sjóða í 5 mínútur svo ég verð að segja það sé hin mesta snilld!
De Cecco pasta fæst í Fjarðarkaup, Nóatúni, Melabúðinni, Nettó og Krambúðinni.

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM