Edamame baunir í soyasósu



⌑ Samstarf ⌑
Edamame baunir með soyasósu og hvítlauk

Þessi réttur er ein mesta snilld sem til er og einn af mínum uppáhalds á veitingahúsum. Það er hins vegar ekkert mál að útbúa svona sjálfur heima og þetta er fullkomið snarl á milli mála, sem smáréttur á hlaðborði, forréttur eða hvað sem er.

Edamame baunir með soyasósu og hvítlauk

Hvernig væri að prófa þessar baunir eftir vinnu síðdegis í stað þess að detta í óhollustuna?

Edamame baunir með soyasósu og hvítlauk

Edamame baunir

  • 1 poki frosnar edamame baunir (um 400 g)
  • 4 msk. Kikkoman soyasósa
  • 2 msk. Til hamingju sesamfræ
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk. sykur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. chiliflögur
  1. Sjóðið baunirnar í um 5 mínútur og sigtið vatnið frá.
  2. Saxið hvítlauksrifin niður og steikið á meðalhita í ólífuolíunni í nokkrar mínútur.
  3. Bætið soyasósu og sykri á pönnuna og hitið saman.
  4. Næst má hella baununum yfir, lækka hitann og hræra aðeins saman þar til þær drekka vökvann vel í sig.
  5. Að lokum má krydda með salti, chiliflögum og strá sesamfræjum yfir. Gott er að saxa chiliflögurnar vel niður áður en þeim er blandað saman við.
Kikkoman soyasósa

Edamame baunir fást frosnar í pokum í flestum matvöruverslunum.

Edamame baunir með soyasósu og hvítlauk

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun