Heslihnetudraumur⌑ Samstarf ⌑
Brownies með súkkulaði, heslihnetum og súkkulaðismjöri

Ég hef elskað allt með heslihnetum frá því að ég var lítil stelpa svo mér fannst þessi kaka eiginlega bara frekar mikið, mikið, mikið góð!

Brownies með súkkulaði, heslihnetum og súkkulaðismjöri

Hér erum við að tala um brownie með dökku Green & Blacks súkkulaði með heslihnetum í bland við mjólkursúkkulaði. Því til viðbótar eru heilar heslihnetur að leika stórt hlutverk í uppskriftinni ásamt súkkulaði- og hnetusmjöri sem smurt er yfir í lokin…..NAMM!

Brownies með Green and Blacks súkkulaði, heslihnetum og súkkulaðismjöri

Heslihnetudraumur

 • 225 g smjör
 • 200 g Green&Blacks súkkulaði með „Hazelnut & Currant“
 • 100 g Green&Blacks mjólkursúkkulaði
 • 200 g hveiti
 • 50 g bökunarkakó
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 4 egg
 • 180 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 2 tsk. vanilludropar
 • 80 g Til hamingju heilar heslihnetur + meira til skrauts
 • 250 g súkkulaði- og heslihnetusmjör í krukku (meira viljið þið þykkara kremlag)
 1. Hitið ofninn í 160°C.
 2. Saxið báðar tegundir af súkkulaði gróft niður og bræðið ásamt smjörinu í vatnsbaði. Hrærið þar til bráðið og takið þá af hitanum.
 3. Setjið hveiti, kakó, matarsóda og salt saman í skál og leggið til hliðar.
 4. Þeytið saman egg og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst.
 5. Bætið súkkulaðibráðinni saman við og næst þurrefnunum.
 6. Að lokum má setja vanilludropana ásamt heslihnetunum í deigið og blanda létt.
 7. Klæðið um 20 x 30 cm bökunarform með smjörpappír, spreyið það vel með matarolíuspreyi og hellið deiginu í formið.
 8. Bakið í um 40 mínútur eða þar til prjónn kemur út með kökumylsnu á endanum en ekki blautu deigi.
 9. Kælið kökuna alveg áður en þið lyftið henni upp úr forminu, smyrjið súkkulaði- og heslihnetusmjöri yfir kökuna og stráið að lokum heilum heslihnetum yfir til skrauts.
Brownies með súkkulaði, heslihnetum og súkkulaðismjöri

Það voru hér nokkrar ungar dömur sem komu heim úr skólanum um leið og þessar dúllur duttu úr myndatöku og þeim þótti það nú alls ekki leiðinlegt.

Brownies með súkkulaði, heslihnetum og súkkulaðismjöri

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun