Papriku og pepperoni ostabrauðréttur⌑ Samstarf ⌑
Heitur brauðréttur með ostum, aspas, sveppum og rjóma

Þessi ostabrauðréttur sló öll met í mínum brauðréttatilraunum! Að smjörsteikja ferskan aspas lyftir honum á æðra stig og drottinn minn þessi hráefni fóru bara eitthvað einstaklega vel saman, slurp!

Heitur brauðréttur með ostum, aspas, sveppum og rjóma

Ef ykkur vantar góðan heitan rétt í næsta heimboð eða veislu þá þurfið þið ekki að leita lengra, þetta er rétturinn sem ykkur langar að prófa.

Heitur brauðréttur með ostum, aspas, sveppum og rjóma

Papriku & pepperoni ostabrauðréttur

 • 1 x pepperoniostur frá MS
 • 1 x paprikusmurostur frá MS
 • 500 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
 • 200 g sveppir
 • 12 stk ferskur aspas
 • 200 g skinka
 • 10 brauðsneiðar
 • Smjör til steikingar
 • Salt og pipar
 • Rifinn Mozzarella ostur frá Gott í matinn
 1. Skerið skorpuna af 10 brauðsneiðum og geymið.
 2. Rífið pepperoniostinn niður með rifjárni og setjið í pott ásamt paprikusmurosti og 250 ml af matreiðslurjóma. Hitið þar til ostarnir hafa samlagast rjómanum og bætið þá restinni af matreiðslurjómanum saman við og hrærið vel, leggið til hliðar.
 3. Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar, geymið.
 4. Skerið aspasinn í munnstóra bita, steikið upp úr smjöri og kryddið til með salti og pipar, geymið.
 5. Skerið skinkuna niður í bita og leggið til hliðar.
 6. Samsetning: Smyrjið eldfast mót vel með smjöri og raðið brauði yfir allan botninn. Stráið sveppnum yfir brauðið og um 1/3 af sósunni. Setjið þá næsta lag af brauði og skinkuna ofan á það ásamt 1/3 af sósunni. Þá kemur síðasta lagið af brauði, aspas, restin af sósunni og vel af rifnum osti yfir allt saman.
 7. Hitið við 180° í um 25-30 mínútur eða þar til osturinn verður gylltur.
Heitur brauðréttur með ostum, aspas, sveppum og rjóma

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun