Tómatsúpa með tortellini



⌑ Samstarf ⌑
Tómatsúpa með tortellini

Ég sagði ykkur frá Cirio tómatmaukinu í fernunum fyrr í vikunni sem er algjör snilld í matargerð. Hér er ég að prófa mig áfram með það og útbjó núna tómatsúpu með tortellini og NAMM þetta var geggjuð máltíð sem tók án gríns kortér að útbúa!

Tómatsúpa

Ferskt pasta sem aðeins þarf að sjóða í örfáar mínútur (í súpunni meira að segja) gæti ekki hentað betur til að fullkomna þennan rétt.

Cirio tómatmauk og RANA pasta

Tómatsúpa með tortellini

  • 1 stk.laukur
  • 3 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 msk. ólífuolía
  • 2 x ferna Cirio Polpa Fine tómatmauk með basil
  • ½ tsk. oregano
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • 600 ml vatn
  • 1 msk. kjúklingakraftur
  • 200 ml rjómi
  • 2 x RANA tortellini með basil og pesto
  • 100 g rifinn parmesan ostur fyrir súpugrunninn (+ meira eftir smekk)
  1. Saxið lauk og hvítlauk smátt og steikið upp úr ólífuolíu þar til mýkist.
  2. Hellið restinni af hráefnunum saman við (nema tortellini) og kryddið eftir smekk.
  3. Leyfið súpunni að malla svona í nokkrar mínútur og bætið þá RANA tortellini út í pottinn, náið upp suðunni að nýju og hitið þar til tortellini mýkist (um 2-4 mínútur).
  4. Njótið og rífið viðbótar parmesan ost yfir eftir smekk.
Cirio polpa fine

Ég er með æði fyrir þessu tómatmauki í fernu og þið megið endilega senda uppskriftarhugmyndir á gotteri@gotteri.is sem gætu hentað með þessari vöru þar sem mig langar að prófa fleiri uppskriftir!

Tómatsúpa með pasta

Cirio tómatmauk í fernum fæst í Hagkaup, Nóatúni, Melabúðinni og í netverslun Heimkaupa.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun