Heitt hrísgrjónarúllubrauð



⌑ Samstarf ⌑
Heitt rúllutertubrauð

Þetta dásamlega heita rúllutertubrauð fékk ég upphaflega hjá elsku Ingu vinkonu fyrir líklega um 15 árum síðan í það minnsta. Ég gerði það í barnaafmælum „í denn“ en var svo eiginlega bara búin að gleyma því þar til ég fann handskrifaða miðann frá henni í uppskriftarbókinni minni um daginn.

Heitt brauð í ofni

Ég gat ekki hætt að hugsa um það og varð að útbúa það að nýju og drottinn minn það er svoooooo gott! Uppskriftin var hins vegar svolítið í bollum og dassi svo ég vigtaði hana upp á nýtt og úr varð að blandan dugði í tvö rúllutertubrauð. Ég myndi samt segja að ef þið eruð að gera þessa uppskrift fyrir veislu dugar ekkert minna en að öðrum kosti getið þið helmingað uppskriftina og sett í eitt brauð.

Hellmann's

Heitt hrísgrjónarúllubrauð uppskrift

Uppskriftin dugar í 2 rúllutertubrauð

  • 2 stk. rúllutertubrauð
  • 200 g Hellmann‘s majónes (+ meira til að smyrja utan á)
  • 200 ml þeyttur rjómi
  • 100 g rifinn ostur
  • 180 g hrísgrjón (vigtuð ósoðin)
  • 500 g rækjur
  • 1 dós aspas
  • 1 msk. karrý
  • 2 tsk. Aromat krydd
  • 3 egg (skipt)
  1. Afþýðið rækjurnar og sjóðið hrísgrjónin í 600 ml af vatni.
  2. Hrærið þá öllu saman nema auðvitað rúllutertubrauðinu og geymið eggjahvíturnar líka þar til síðar.
  3. Skiptið blöndunni á milli rúllutertubrauðanna tveggja, rúllið upp og komið fyrir á bökunarpappír á bökunarplötu.
  4. Smyrjið þunni lagi af majónesi á báðar rúllur, þeytið eggjahvíturnar þar til topparnir halda sér og smyrjið utan á rúllurnar (smá eins og marengs).
  5. Hitið í 190°C heitum ofni í um 20-25 mínútur.
Heitt hrísgrjónarúllubrauð

Rækjur og karrý fara einstaklega vel saman og það kemur góð fylling með hrísgrjónunum. Síðan er skemmtilegt að þeyta hvíturnar utan á í lokin því þá verður brauðið svo fallegt.

Brauðréttur með karrý og rækjum

Það má svo sannarlega útbúa þessa dásemd í næsta helgarkaffi!

Rúllutertubrauð í ofni

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

One Reply to “Heitt hrísgrjónarúllubrauð”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun