Fylltur ananas⌑ Samstarf ⌑
Hrísgrjón og rækjur

Þegar við vorum í Tælandi í vetur veit ég ekki hversu oft ég pantaði mér „Pineapple fried rice“ með rækjum eða öðru gúmelaði!

Fylltur ananas

Ég hef hugsað um að prófa útfærslu af þessu síðan ég kom heim og núna loksins kom ég mér í þetta!

Fried pinapple

Þetta er svo dásamlega góður réttur og ekki skemmir fyrir hvað hann er hollur og sumarlegur líka, nammi namm!

Kikkoman

Fylltur ananas með rækjum

 • 2 x heill ananas
 • 250 g brún hrísgrjón (óelduð)
 • 500 g risarækja/tígrisrækja
 • ½ lime (safinn)
 • Ólífuolía
 • 5 x vorlaukur
 • ½ – 1 ferskt chili (eftir smekk)
 • 3 x hvítlauksgeiri
 • Salt, pipar, karrý og paprikuduft
 • 2 msk Kikkoman soyasósa
 • 2 msk Kikkoman Teriyaki bbq sósa
 • Ferskt kóríander
 • Til hamingju ristaðar kasjúhnetur
 1. Byrjið á því að sjóða grjónin og kæla þau, þetta má gera daginn áður eða jafnvel fyrr. Það er auðveldara að eiga við köld grjón þegar útbúa á þennan rétt.
 2. Þá er að helminga ananasinn, skera innan úr honum og útbúa nokkurs konar skál fyrir grjónin. Skera má ananasinn sem kemur innan úr í litla bita og geyma þar til síðar.
 3. Blandið soyasósu og Teriyaki bbq sósu saman í skál og geymið.
 4. Steikið risarækjuna upp úr ólífuolíu, karrý, salti, pipar og paprikudufti í um 3 mínútur eða þar til hún verður bleik á litinn, kreistið limesafa yfir og setjið á disk þar til síðar.
 5. Saxið vorlauk, chili og hvítlauk og steikið í um eina mínútu upp úr kryddunum og bætið við olíu.
 6. Bætið þá ananasbitunum og hrísgrjónunum á pönnuna, kryddið til og bætið olíu við eftir þörfum, hrærið vel saman og blandið sósunni saman við allt saman.
 7. Að lokum hrærið þið risarækjunni saman við, fyllið 4 x ananashelming af dásamlegri hrísgrjóna- og rækjublöndu og stráið ristuðum kasjúhnetum og fersku kóríander yfir.
Fried pinapple

Best er að hafa ananasinn aðeins þroskaðann, finnið það með því að kreista hann aðeins og ef hann er grjótharður er hann óþroskaður og ekki eins góðu, hann þarf að gefa aðeins eftir, þá verður hann svo sætur og góður.

Teriyaki sósa

Þessi réttur er svo fallegur og gaman að bera hann fram í ananasinum sjálfum!

Ananas með hrísgrjónum

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun