Moscow Mule



⌑ Samstarf ⌑
Moscow mule

Við erum einstaklega heppin með nágranna hér í Laxatungunni. Á dögunum var stungið upp á því að fara öll saman út að borða hér í golfskálanum eins og fólk „upp til sveita“ gerir öllu jafna og fyrst hittust allir hér á pallinum hjá okkur í smá fordrykk.

Moscow mule drykkur

Ég var að prófa mig áfram með uppskriftir og útbjó bæði hefðbundinn Moscow Mule en svo líka bæði jarðaberja- og bláberjaútfærslu.

Moscow mule stoli

Hér koma þessar uppskriftir fyrir ykkur að njóta í dásamlegu sumarblíðunni! Þær hittu í það minnsta í mark hjá þessum hópi svo ég fékk staðfestingu á því að hér væru góðir drykkir á ferð.

Moscow mule uppskrift

Moscow Mule

Hver uppskrift hér að neðan dugar í 2 könnur/glös

Hefðbundinn Moscow Mule

  • 120 ml Stoli vodka
  • 1 x lime (safinn)
  • 250 ml Stoli ginger beer
  • Klakar
  • Fersk mynta og limesneið til skrauts
  1. Fyllið könnuna af klökum til hálfs.
  2. Hellið vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór.
  3. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskri myntu og limesneið.
Stoli vodka

Jarðaberja Moscow Mule

  • 10 stk jarðaber
  • 1 lúka fersk mynta
  • 120 ml Stoli vodka
  • 1 x lime (safinn)
  • 250 ml Stoli ginger beer
  • Klakar
  • Fersk mynta og jarðaber til skrauts
  1. Maukið jarðaber og myntu í blandara.
  2. Fyllið könnuna af klökum til hálfs.
  3. Hellið jarðaberjamauki og vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór.
  4. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskri myntu og jarðaberi.
jarðaberja moscow mule

Bláberja Moscow Mule

  • 125 g bláber
  • 120 ml Stoli vodka
  • 1 x lime (safinn)
  • 250 ml Stoli ginger beer
  • Klakar
  • Fersk bláber og limesneið til skrauts
  1. Maukið bláber í blandara.
  2. Fyllið könnuna af klökum til hálfs.
  3. Hellið bláberjamauki og vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór.
  4. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskum bláberjum og limesneið.
Bláberja moscow mule

Það er hægt að prófa sig endalaust áfram með uppskriftir og auðvelt er að gera þennan drykk bæði áfengan sem og óáfengan, allir geta tekið þátt í stemmingunni með fallegan drykk við hönd.

Engiferbjórinn spilar stórt hlutverk í þessum uppskriftum og gerir drykkinn að því sem hann er. Hálf dós af Stoli Ginger Beer hentar vel með öðru hráefni fyrir einn drykk. Engiferbjórinn fæst í Fjarðarkaup, Melabúðinni, Nóatúni og Pétursbúð.

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun