Hrökkbrauð í sumarskapi



⌑ Samstarf ⌑

Það eru margir sem eiga það til að fara aðeins út af sporinu hvað varðar mataræði yfir sumarið. Það þarf þó alls ekki að vera þannig og hér eru á ferðinni nokkrar hugmyndir af dásamlegu Delba hrökkbrauði með hollu áleggi sem öll fjölskyldan mín var sólgin í, stelpurnar líka!

Hrökkkex

Delba hrökkbrauð – hugmyndir af áleggi

Tillaga 1

Stappað avókadó, kirsuberjatómatar, harðsoðið egg, pipar og gróft salt

Tillaga 2

Kotasæla, agúrka, rauðlaukur og Bezt á flest kryddið

Tillaga 3

Rjómaostur með graslauk, skinka, ostur, paprika og vorlaukur

Tillaga 4

Pestó, klettasalat, brie ostur, basilika, ólífuolía og gróft salt

Nammi namm, hversu girnilegt!

Delba hrökkbrauðið er lífrænt, stökkt og einstaklega bragðgott. Það kemur í fjórum mismunandi bragðtegundum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Delba hrökkbrauð

Bragðtegundirnar sem um ræðir eru; Ostur&grasker, Spelt&laukur, Multigrain og Spelt&chia og fást meðal annars í Hagkaup, Fjarðarkaup, Nóatúni, Melabúðinni, Pétursbúð og víðar.

Silencio Virgin ólífuolían frá Torres hentaði afar vel með kexinu, mæli með þið prófið.

Megið endilega fylgja mér á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun