Skyrkaka Heiðu⌑ Samstarf ⌑
skyrkaka með jarðaberjum

Þessa dásamlegu skyrköku hef ég útbúið ansi oft í gegnum tíðina eða allt frá því að Heiða mágkona mín kom með hana fyrst á neðri hæðina í Hamravíkinni á sínum tíma.

skyrkaka með bláberjum

Hún er einföld, fljótlega og sjúklega góð!

skyrkaka

Hægt er að setja hana í eina stóra skál eða nokkrar minni. Hér er hún í fallegri IVV glerkrús með loki frá Húsgagnahöllinni. Það er frábært að nota slíka krukku þar sem hægt er að skella lokinu á áður en hún fer í kæli og þannig geymist hún mun betur.

skyrkaka

Ég á nokkrar svona glerkrúsir og þær gegna mismunandi hlutverkum. Dags daglega geyma þær pasta eða aðrar þurrvörur á eyjunni í eldhúsinu, í afmælum bregða þær sér í nammibarshlutverkið og síðan er æðislegt að setja í þær skyrkökur, ostakökur sem ekki þarf að baka, súkkulaðimús eða annað gotterí sem geyma þarf í kæli og gott er að geta sett lok á.

skyrkaka

Hægt er að versla þessa fallegu krús með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Skyrkaka Heiðu

Innihald

 • 1 pk LU bastogne kex
 • 50 g smjör
 • 500 g KEA bláberja- og jarðaberjaskyr
 • 500 ml rjómi
 • 70 g saxað suðusúkkulaði
 • Bláber og jarðaber (um 125 g af hvoru)

Aðferð

 1. Myljið kexið niður (í poka með kökukefli eða í matvinnsluvél) og bræðið smjörið á pönnu og blandið smjörinu saman við kexmylsnuna.
 2. Leggið mulið kexið í botninn á krúsinni, ýtið aðeins upp á kantana og leyfið að kólna alveg.
 3. Þeytið rjómann og bætið skyrinu svo varlega útí með sleif þar til vel blandað.
 4. Setjið skyr- og rjómablönduna ofan á kexið.
 5. Stráið söxuðu suðusúkkulaði yfir skyrblönduna og að lokum berjunum.
 6. Kælið í um 1-2 klukkustundir áður en borið er fram, jafnvel yfir nótt.
skyrkaka

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun