
Þessa dásamlega góðu rabarbarasultu gerði hún mamma mín. Hún hefur sultað síðan ég man eftir mér og við alltaf svo heppin að fá hjá henni krukku eða tvær svo ég hef aldrei sjálf soðið í þessa dásemd.

Það er þó sáraeinfalt og hér kemur uppskrift og aðferð frá mömmu.

Rabarbarasultan hennar mömmu
- 1 kg af niðurskornum rabarbara
- 800 g sykur
- Sett saman í pott og suðan látin koma upp, þá er lækkað vel í hitanum og sultan soðin saman í 3-4 klst á vægum hita.
- Mikilvægt er að hræra reglulega í sultunni og með því að sjóða hana þetta lengi verður hún þykk og dökk.
- Þessi uppskrift myndi gefa í kringum 3 krukkur af sultu en mamma er vön að gera úr 5 kg af rabarbara í um 15 krukkur svo þið getið leikið ykkur með magnið eftir þörfum.
- Látið sultuna kólna aðeins í pottinum áður en hún er færð yfir á krukkur og síðan er mikilvægt að loka ekki krukkunum fyrr en hún er orðin alveg köld.
