Klúbbsamloka



⌑ Samstarf ⌑

Ómæ ég veit ekki hvar ég á að byrja þessi samloka var svo brjálæðislega góð!

Beikonsamloka

Hún heppnaðist alveg eins og ég hafði séð fyrir mér og við elskuðum hana öll sem eitt hér í þessari fjölskyldu. Þetta er ekta föstudags- eða partýmatur og hvet ég ykkur til að prófa sem fyrst!

Ég keypti fínt samlokubrauð í bakarí og það var akkúrat það sem þessi samloka þurfti til að verða fullkomin í útliti, svo stórar og ferkantaðar sneiðar!

Klúbbsamloka uppskrift

Uppskriftin dugar í fjórar samlokur

  • 12 stk samlokubrauðsneiðar (fínt brauð)
  • 2 kjúklingabringur
  • 12 beikonsneiðar
  • 4 skinkusneiðar
  • 8 ostsneiðar (ferkantaðar)
  • Hellmann‘s majónes
  • Kál og tómatar
  • Ólífuolía
  1. Steikið kjúklingabringur upp úr ólífuolíu á pönnu, stutt á hvorri hlið og kryddið með kjúklingakryddi. Setjið þá í 190°C heitan ofn og eldið í 20 mínútur. Takið þá úr ofninum og hvílið í 10-15 mínútur áður en þið skerið í þunnar sneiðar.
  2. Steikið beikonið þar til stökkt.
  3. Smyrjið um 1 tsk af majónesi á aðra hliðina á öllum brauðsneiðunum.
  4. Hitið pönnu á meðalháum hita og setjið örlítið af ólífuolíu á hana og síðan brauðsneiðarnar með majóneshliðinni niður þar til þær fara að brúnast. Þá má steikja þær stutta stund á hinni hliðinni og láta síðan majóneshliðarnar vísa út þegar samlokunni er raðað saman.
  5. Hitið skinku á pönnu við lágan hita með ostsneið ofan á, skerið tómata og rífið niður kál.
  6. Raðið samlokunni saman: Brauðsneið, majónes, ostur, kjúklingasneiðar, tómatur, kál, brauðsneið, majónes, skinka og ostur, beikon, tómatar og kál. Smyrjið efstu brauðsneiðina síðan að innan með majónesi og leggið ofan á allt saman og stingið grillpinna í samlokuna miðja.
  7. Gott er að bera samlokurnar fram með frönskum kartöflum og Hellmann‘s chili majónesi.
  8. Ég klippti að gamni út kramarhús úr dagblaði með smjörpappír að innan sem tók enga stund og var skemmtilegt að bera kartöflurnar fram á þennan hátt, getið séð youtube video hér hvernig slíkt er gert.

Það má að sjálfsögðu setja meira af einhverju eins og mögulega beikoni, skinku eða hverju sem ykkur þykir gott.

Bacon sandwich

Namm þetta var svooooo gott!

Samloka

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun