Fansý Bettý



Já þið þekkið mig…..ég elska Betty og þessa dúllu gerði ég um daginn og bauð upp á í kaffinu á námskeiði hjá mér. Langaði bara að deila útfærslunni af henni með ykkur þar sem mér fannst hún svo sæt og fín.

Kakan sjálf er 1 x Betty Crocker Devils mix, 4 egg, 125 ml olía, 250 ml vatn, 3 msk bökunarkakó og einn karamellu Royal búðingur. All sett saman og bakað í 2 x 20cm formi. Hvor botn síðan tekinn í tvennt svo úr verða 4 botnar og krem í þremur lögum….nammi namm!

Kremið er síðan 125 g smjör við stofuhita, 400 g flórsykur, 5 msk maple sýróp, 6 msk bökunarkakó, 3 tsk vanilludropar. Öllu hrært vel saman og smurt á milli laga og utan um kökuna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun