Eggjasalat með avókadó og beikoni



⌑ Samstarf ⌑
Eggjasalat

Þetta salat er geggjað! Gerði það fyrir Gott í matinn á dögunum og nú er það komið hingað inn fyrir ykkur að prófa.

Beikonsalat

Langar eiginlega bara í þetta núna!

Eggjasalat með avókadó og beikoni uppskrift

  • 5 harðsoðin egg
  • 1 x avókadó
  • 150 g stökkt beikon + meira til skrauts
  • 2 x vorlaukur
  • 2 msk grísk jógúrt frá Gott í matinn
  • 3 msk sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • Safi úr ½ límónu
  • Salt, pipar, chiliduft
  1. Skerið niður egg og avókadó í litla bita, myljið/klippið beikonið og saxið laukinn.
  2. Blandið jógúrti, sýrðum rjóma og límónusafa saman í skál, kryddið til með salti, pipar og smá chilidufti.
  3. Hellið öllum hráefnunum saman við jógúrtblönduna og blandið vel.
  4. Salatið hentar vel með stökku kexi eða grófu, ristuðu brauði.
Eggjasalat með avókadó og beikoni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun