
„Naked Cake“ útlit á kökum hefur verið mjög vinsælt undanfarið. Það er eitthvað við þetta hráa útlit sem í senn verður svo undurfallegt ef rétt er skreytt.

Ég gerði þessa köku á dögunum fyrir Dagmar vinkonu mína þar sem hún var með appelsínugult þema í fermingarveislu dóttur sinnar.
Ég útbjó sambærilega fermingarköku um daginn og þetta er mjög svipuð samsetning nema með heilum botnum (ekki teknir í tvennt) og skreytt með öðru móti.

Þið getið kíkt í HIGHLIGHTS á INSTAGRAM til að sjá hvernig ég setti þessa saman.
