FermingartertaFermingarterta

Þessa draumkenndu og fallegu fermingartertu á tveimur hæðum útbjó ég um daginn. Þemað var hvítt og ljósbleikt með smá gylltu ívafi.

Fermingarterta

Kakan var því hvít í grunninn og örlítið bleikt krem dregið til í hana. Síðan skreytt með ljósbleikum rósum, brúðarslöri, hvítu ganaché og gylltu nafnaskilti frá Hlutprent.

Ferming

Það er fátt fallegra en skreyta kökur með lifandi blómum.

Fermingarkaka

Þessi kaka er súkkulaðikaka með súkkulaðismjörkremi á milli, hjúpuð með hvítu og smá bleiku kremi. Neðri botnarnir eru 3 x 20cm og efri hæðin er 3 x 15cm.

Efri hæðin er 1 x Betty Crocker Devils Food Cake mix sem búið er að bæta auka eggi við, 3 msk af bökunarkakó og 1 pk af Royal súkkulaðibúðing (duftinu) saman við.

Neðri hæðin er 1,5 x Betty Crocker Devils Food Cake mix sem búið er að bæta auka eggi við, 3 msk af bökunarkakó og 1 pk af Royal súkkulaðibúðing (duftinu) saman við.

Á milli er súkkulaðismjörkrem, 1,5 x þessi uppskrift hér.

Að utan er hún síðan hjúpuð með Betty Vanilla frosting x 2 dósir sem búið er að setja 200 g af flórsykri saman við og blanda vel. Á toppinn fór síðan hvítt Candy Melts blandað við rjóma til að gera ganaché (100 g saxað súkkulaði og 60 ml rjómi hitaður að suðu). Rósir, brúðarslör og eucalyptus eru síðan hér og þar um kökuna.

Til þess að sjá hvernig tveggja hæða kaka er útbúin má kíkja á Highlights á Instagram hjá mér og skoða ferlið.

Fermingarkaka

Mér þætti vænt um ef þið mynduð fylgja Gotterí á Instagram

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun