Bollakökuturn í brúðkaupiElsku Erla Björk giftist honum Róberti sínum síðasta laugardag og var haldið í veislu á Akranesinu. Með í för voru kökuhlemmar sem fylltu tvo bíla fullir af bollakökum og lítil krúttleg brúðarterta laumaði sér þar með. Fallegi plexistandurinn spilaði lykilhlutverk í framsetningunni eins og svo oft áður og eru snillingarnir hjá Fást farnir að smíða slíka eftir pöntun fyrir áhugasama sem vilja eignast sinn eigin grip. Standinn er hægt að taka í sundur svo hann tekur ekki mikið pláss í geymslunni. Annars geta áhugasamir einnig leigt standinn hér á síðunni.

Ég hef notað þennan stand undir ýmislegt og verða allar veitingar fallegri og pottþétt líka bragðbetri á svona fallegum standi. Að þessu sinni gerði ég litla súkkulaði „naked cake“ á toppinn og síðan bökuðum við Erla rúmlega 200 bollakökur, litlar í bland við stærri.

Erla var búin að panta blúndur utan um bollakökurnar á AliExpress svo við klæddum þær allar úr pappaformunum sem þær voru bakaðar í, settum í blúnduform og síðan var rós sprautað á úr súkkulaðismjörkremi og stút 2D frá Wilton.

Brúðurin er með mikið ofnæmi fyrir blómum svo ég spreytti mig í fyrsta skipti á því að skreyta köku með gerviblómum. Ég kveið því svolítið ef ég á að vera alveg hreinskilin en síðan var þetta bara ekkert mál, auðvelt að klippa þau til og mikið sem þau voru raunveruleg. Brúðartertan sjálf var skreytt með þeim og restina klippti ég niður og stakk inn á milli á standinum.

Vinir mínir hjá Hlutprent toppuðu sig algjörlega í þetta skiptið og útbjuggu bæði stórt skilti á brúðartertuna og síðan minni á bollakökurnar. Þetta kom alveg hreint frábærlega út og setti svo sannarlega punktinn yfir I-ið þegar að eftirréttinum kom!

Brúðhjónin voru hin ánægðustu með þetta allt saman og slógu kökurnar í gegn í brúðkaupinu.

Ó svo mikið fallegt!

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun