Nýr plexistandur til leigu⌑ Samstarf ⌑

Í haust fékk ég þennan dásamlega hringlaga plexistand hjá snillingunum í Fást. Ég hef ekki haft tök á því að mynda hann þar sem það er ekki á hverjum degi sem tilefni er til að fylla svona gersemar af veitingum.

Það var hins vegar heldur betur tilefni á dögunum þegar ég ásamt frábæru nágrönnum mínum sáum um að skreyta borð hverfisins á Þorrablóti Aftureldingar. Við vorum með svartar, hvítar, rosegold og bleikar skreytingar. Spreyjuðum fullt af fallegum vínflöskum fyrir rósir, vorum með nammibar, bollaköku handa hverjum gesti, nafnaspjöld, poppbox og alls konar fallegt. Kannski ekki beint þorralegt en svo sannarlega hátíðlegt og auðvitað fallegasta borðið í salnum að okkar mati.

Standurinn er á fjórum hæðum líkt og sá ferkantaði og hægt að raða hvaða veitingum sem er á hann; sætindum, smáréttum, hamborgurum, pinnamat eða í raun hverju sem er!

Skiltið fékk ég hjá Hlutprent eins og svo oft áður og finnst mér nánast orðið ómissandi að setja svona fallegt kökuskilti á toppinn þegar ég baka kökur fyrir ákveðin tækifæri.

Standurinn hentar vel fyrir fermingar, afmælisveislur, útskriftarveislur, brúðkaup og fleira og áhugasamir geta lagt inn ósk um pöntun á gotteri@gotteri.is

Hér er síðan að finna myndir af fleiru sem hægt er að leigja á síðunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun