Hvít súkkulaðimús með bananakaramellu



⌑ Samstarf ⌑
Súkkulaðimús með karamellu

Hér er á ferðinni brjálæðislega góð hvít súkkulaðimús í lögum með hafrakexi og bananakaramellu!

Karamella

Þetta er án efa með betri eftirréttum sem ég hef prófað og þessi karamella! Hún er alveg dásamleg.

Hvít súkkulaðimús með bananakaramellu uppskrift

  • 250 g Lu Digestive Classic hafrakex
  • 400 g hvítt Toblerone
  • 100 g smjör
  • 1 poki (220 g) Dumle karamellur með bananabragði
  • 3 msk rjómi (fyrir karamellu)
  • 650 ml rjómi (fyrir súkkulaðimús)
  • 50 g sykur
  • 4 egg
  1. Myljið hafrakex í blandara/matvinnsluvél og geymið til hliðar.
  2. Saxið Toblerone gróft og hitið með smjöri í vatnsbaði þar til bráðið. Takið þá af hitanum og leyfið hitaðum að rjúka aðeins úr en hrærið reglulega í á meðan.
  3. Bræðið Dumle karamellur og rjóma (3 msk) saman í litlum potti þar til bráðið og takið af hellunni og leyfið að kólna aðeins og þykkna.
  4. Þeytið rjómann (650 ml) og geymið.  
  5. Þeytið nú egg og sykur þar til létt og ljóst og hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og hrærið saman á lægstu stillingu.
  6. Vefjið þá um ¼ af þeytta rjómanum saman við og þegar það hefur blandast vel má vefja restinni af rjómanum saman við í tveimur skömmtum.
  7. Að lokum er komið að því að setja súkkulaðimúsina í glös/krúsir: Fyrst fer um 1 msk af kexmylsnu, því næst súkkulaðimús og að lokum um matskeið af karamellu. Mér finnst gott að setja súkkulaðimúsina í stóran sprautupoka og koma henni þannig fyrir í glasinu og hella síðan karamellunni yfir. Það má endurtaka ferlið fyrir stærri ílát eða láta eina umferð duga fyrir þau minni. Ég setti í tvær tegundir af krúsum til þess að þið gætuð séð hvernig hvort um sig kæmi út.
  8. Gott er að kæla músina í að minnsta kosti tvær klukkustundir áður en hún er borin fram. Hana má einnig útbúa deginum áður og kæla yfir nótt.
  9. Uppskriftin gefur um 10-12 krúsir/glös (fer eftir stærð).

Það má að sjálfsögðu gera meira af karamellunni og geyma í krukku til þess að nota sem íssósu eða fyrir annað góðgæti.

Megið endilega fylgja Gotterí á Instagram með því að smella hér

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun