Hindberja skyrkaka í súkkulaðiskál



a111

Á dögunum útbjó ég súkkulaðiskálar í fyrsta skipti og gerði tvær tilraunir þann dag. Önnur var jarðaberja ostakaka í sléttri súkkulaðiskál og hin var þessu hér. Þessi skyrkaka var sáraeinföld og guðdómlega ljúffeng og það er ekki mikið mál að útbúa þessar súkkulaðiskálar.

Hindberja skyrkaka uppskrift

skyrkaka

Súkkulaðiskálar

  • 500 gr hjúpsúkkulaði í skálarnar
  • U.þ.b 8-10 blöðrur
  1. Blásið örlítið í blöðrurnar og bindið hnút.
  2. Bræðið 500 gr hjúpsúkkulaði í skál og setjið bökunarpappír á bakka.
  3. Dýfið botninum á hverri blöðru í skálina eins langt og þið viljið hafa skálina djúpa, snúið blöðrunni við og leyfið súkkulaði að leka í öfuga átt til að útbúa óreglulegar súkkulaðiskálar. Leggið á bökunarpappír áður en storknar.
  4. Kælið á meðan skyrkakan er útbúin og sprengið þá blöðrurnar með því að klippa/stinga á þær.
  5. Raðið skálunum á diska og gott er að festa hverja og eina með eins og 1 tsk af bræddu hjúpsúkkulaði svo skálin renni ekki um diskinn þegar borðað er úr henni.

Skyrkaka

  • 500 ml þeyttur rjómi í ostakökuna sjálfa
  • 500 gr Skyr.is vanillu
  • Fræ úr einni vanillustöng
  • 250 gr fersk maukuð hindber
  • Fersk hindber til skrauts
  • ½ pk Lu Bastogne kex, mulið
  • 40 gr brætt smjör
  1. Þeytið rjómann.
  2. Vefjið skyrinu og vanillufræjunum saman við þeytta rjómann þar til slétt.
  3. Blandið bræddu smjörinu saman við kexmylsnuna.
  4. Setjið góða matskeið af kexmylsnu í botninn á hverri skál og skiptið skyrblöndunni svo á milli skálanna.
  5. Skreytið með ferskum hindberjum.

a090

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun