Jarðaberja ostakaka í súkkulaðiskálUm daginn gæsuðum við Írisi Huld vinkonu og enduðum kvöldið heima hjá mér. Við pöntuðum okkur mat og ég var búin að útbúa eftirrétt fyrir hópinn. Ég ákvað loksins að prófa „blöðru-súkkulaðiskálar“ sem ég hef einhverja hluta vegna ekki prófað og tókst það mjög vel. Þetta var ekkert mál og mun fljótlegra en ég átti von á. Skálarnar fyllti ég svo með kökumylsnu, jarðaberja ostaköku og spautaði rjóma á toppinn. Verð að segja þetta var dásamlega góð ostakaka og auðvitað er hægt að sleppa súkkulaðiskálunum og setja uppskriftina í hefðbundna skál og þá tekur þetta enga stund.

strawberry cheesecake

Súkkulaðiskálar

 • 500 gr hjúpsúkkulaði í skálarnar
 • U.þ.b 8-10 blöðrur
 1. Blásið örlítið í blöðrurnar og bindið hnút.
 2. Bræðið 500 gr hjúpsúkkulaði í skál og setjið bökunarpappír á bakka.
 3. Dýfið botninum á hverri blöðru í skálina eins langt og þið viljið hafa skálina djúpa, leggið á bökunarpappír áður en storknar.
 4. Kælið á meðan ostakakan er útbúin og sprengið þá blöðrurnar með því að klippa/stinga á þær.
 5. Raðið skálunum á diska og gott er að festa hverja og eina með eins og 1 tsk af bræddu hjúpsúkkulaði svo skálin renni ekki um diskinn þegar borðað er úr henni.

Ostakaka

 • 300 gr Philadelphia rjómaostur við stofuhita
 • 80 gr flórsykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 400 gr fersk maukuð jarðaber
 • ¾ pk Lu Digestive hafrakex, mulið
 • 40 gr brætt smjör
 1. Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur þar til létt.
 2. Blandið maukuðum jarðaberjunum saman við með sleif.
 3. Vefjið þeytta rjómanum ( 500 ml) varlega saman við blönduna þar til slétt og fellt.
 4. Blandið bræddu smjörinu saman við kexmylsnuna.
 5. Setjið góða matskeið af kexmylsnu í hverja súkkulaðiskál og því næst ostakökublöndu svo hún hylji botninn vel og nái út í hliðarnar.

Skraut

 • 500 ml þeyttur rjómi
 • Fersk jarðaber til skrauts
 1. Sprautið rjóma á hverja ostaköku og skreytið með ferskum jarðaberjum.

One Reply to “Jarðaberja ostakaka í súkkulaðiskál”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun