Þessar dúllur eru alveg dúndur góðar get ég sagt ykkur og tilvalinn og sumarlegur eftirréttur!
Mini bláberja skyrkökur uppskrift
Botn
- 300 gr Digestive kex
- 50 gr brætt smjör
Skyrblanda
- 1 x KEA skyr með vanillubragði (stór dós)
- 500 ml rjómi
Bláberjasósa
- 250 gr bláber
- 50 ml vatn
- 3 msk sykur
- ½ tsk sítrónusafi
- ½ tsk vanilludropar
- Botn: Myljið kexið (setjið í matvinnsluvél) og hellið bræddu smörinu yfir og hrærið saman. Leyfið að kólna á meðan bláberjasósan er útbúin.
- Bláberjasósa: Setjið öll hráefnin í pott og leyfið suðunni að koma upp, lækkið þá niður í meðalhita, hrærið vel í þar til sósan fer að þykkna (tekur um 10 mínútur). Setjið sósuna til hliðar og leyfið henni að kólna aðeins á meðan þið útbúið skyrblönduna.
- Skyrblanda: Þeytið rjómann og vefjið vanilluskyrinu saman við.
- Samsetning: Setjið um 2 msk af kexmylsnu í hvert glas, því næst skyrblöndu og síðan bláberjasósu þar ofan á, skreytið með ferskum bláberjum.
Einnig væri hægt að raða skyrkökunni saman í eina stóra skál ef þið kjósið.