Áfram Ísland ostabakkiÉg setti saman þennan skemmtilega ostabakka um daginn fyrir Óðalsosta. Íslensku fánalitirnir eru ráðandi á bakkanum sem samanstendur af dásamlegum Óðalsostum. Á bakkanum eru eftirfarandi ostar (í teningum og ostapinnum): Búri, Tindur, Gouda sterkur, Havarti pipar, Havarti krydd,. Á bakkanum er að auki að finna salami, eldstafi, jarðaber, bláber, kex og ostapinna (með kjötbollum í hoi sin, papriku eða bláberjum).

Litlu fánarnir fást til dæmis í Tiger en ég hef heyrt þeir fáist víðar og eru skemmtilegir þegar Eurovision, HM eða annað skemmtilegt er í gangi!

Ég setti nöfnin á ostunum á hverja krukku með litlum miða og fannst gestunum þetta æðislegur bakki og vildu ólmir prófa mismunandi osta.

Það er alltaf gaman að gera „ostakúlu“ en þá sker ég melónu til helminga, tæmi innan úr henni og klæði með álpappír, útbý síðan fullt af ostapinnum og sting í hana.

Ó hann var svo fallegur og bragðgóður þessi og mér fannst erfitt að hætta að mynda hann!

Gott er að hafa litla tannstöngla til hliðar í skál til að næla sér í ostateninga.

Havartí krydd er í uppáhaldi á þessu heimili og reyndar líka nýji Havartí pipar en hann má nota í ýmsa matargerð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun