Eggjasalat með karrýkeim



Eggjasalöt eru fullkomin ofan á kex eða brauð og hér kemur skemmtileg útfærsla af eggjasalati með karrýkeim…….mmmmm þetta var ÆÐI!

Tilvalið í veisluna, með kaffinu eða bara þegar eggjasalatslöngunin hellist yfir ykkur 🙂

Eggjasalat með karrýkeim

  • 4 egg
  • 1 góð lúka brokkoli
  • 4 msk majones frá E. Finnsson
  • ½ tsk karrý
  • ½ tsk gróft sinnep
  • Pipar og salt eftir smekk
  • Radísur til skrauts
  • Vorlaukur til skrauts
  • Gott baguette brauð/kex

  1. Harðsjóðið eggin og kælið á meðan annað er útbúið.
  2. Saxið brokkoli smátt niður.
  3. Skerið radísur og vorlauk í þunnar sneiðar.
  4. Skerið eggin niður á tvo vegu í eggjaskera eða stappið/tætið niður með gaffli.
  5. Setjið þá brokkoli, majones, karrý og sinnep í skál og blandið saman, kryddið til með salti og pipar.
  6. Hellið í skál og stráið vel af radísum og vorlauk yfir og berið fram með góðu brauði eða kexi.

Radísurnar og vorlaukurinn gera þetta einstaklega girnilegt þó svo auðvitað megi sleppa því fyrir þá sem slíkt kjósa.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun