Litlar kókos pavlovurÞessar dúllur gerði ég fyrr í sumar fyrir útskriftarveisluna mína og átti alltaf eftir að setja uppskrifina hingað inn. Eins og þið hafið líklega tekið eftir þá elska ég allt sem heitir „mini“ eitthvað og hef komist að því að veislugestir gera það líka!

Ég var með eftirréttarturn á nokkrum hæðum í útskriftinni með alls kyns sætum smábitum og þetta er líklega það sniðugasta sem ég hef gert í slíkum málum. Þarna á milli er að finna kókospavlovurnar með rjóma og kirsuberi. Til viðbótar voru mini pavlovur með karamellu, súkkulaðimús, brownie bitar, bollakökur, ávextir, makkarónur, marengstoppar og blóm, allt saman dásamlega fallegt í bland.

Kókos pavlovur uppskrift

 • 4 eggjahvítur
 • 4 dl sykur
 • 1 ½ dl Til hamingju gróft kókosmjöl
 • 300 ml þeyttur rjómi
 • Kirsuber til skrauts

 1. Hitið ofninn 110°C.
 2. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til stífir toppar myndast.
 3. Vefjið kókosmjölinu saman við með sleif.
 4. Setjið í stóran sprautupoka með hringlaga stút (eða klippið gat á sterkan poka)og sprautið litla toppa á bökunarplötu (um það bil 4-5 cm í þvermál). Búið síðan til smá holu í miðjuna með botninum á teskeið til að meira pláss myndist fyrir rjómann.
 5. Bakið í 50 mínútur og kælið.
 6. Sprautið þeyttum rjóma á hverja pavlou og skreytið með kirsuberi.
 7. Uppskriftin gefur um 35-40 stk af litlum pavlovum.

Tags:

One Reply to “Litlar kókos pavlovur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun