Þessar dúllur útbjó ég fyrir útskriftina mína um síðustu helgi ásamt alls kyns öðrum sætum bitum og þessar eru algjör B O M B A, hinn fullkomni og fagri eftirréttur.
Karamellu pavlovur
- 4 eggjahvítur
- 4 dl púðursykur
- 300 ml þeyttur rjómi
- 1 rúlla af Center karamellumolum
- 3 msk rjómi
- Hnetukurl
- Hitið ofninn 110°C.
- Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til stífir toppar myndast.
- Setjið í stóran sprautupoka með hringlaga stút (eða klippið gat á sterkan poka)og sprautið litla toppa á bökunarplötu (um það bil 4-5 cm í þvermál). Búið síðan til smá holu í miðjuna með botninum á teskeið til að meira pláss myndist fyrir rjómann.
- Bakið í 50 mínútur og kælið.
- Bræðið saman Center mola og rjóma í potti þar til falleg karamellubráð hefur myndast, leyfið að kólna í nokkrar mínútur á meðan þið þreytið rjómann.
- Sprautið rjóma á hverja pavlovu og „drisslið“ karamellubráð yfir rjómann ásamt hnetukurli. Gott er að setja karamellubráðina í lítinn sprautupoka/zip-lock poka og klippa lítið gat á endann.
- Uppskriftin gefur um 35-40 stk af litlum pavloum.
Hér sjáið þið þær síðan á eftirréttaturninum fína ásamt öðru góðgæti.
Center rúllurnar fást meðal annars í Hagkaup, Nettó, Iceland, Fjarðarkaup og 10-11