Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

Litlar karamellu pavlourÞessar dúllur útbjó ég fyrir útskriftina mína um síðustu helgi ásamt alls kyns öðrum sætum bitum og þessar eru algjör B O M B A, hinn fullkomni og fagri eftirréttur.

Karamellu pavlour

 • 4 eggjahvítur
 • 4 dl púðursykur
 • 300 ml þeyttur rjómi
 • 1 rúlla af Center karamellumolum
 • 3 msk rjómi
 • Hnetukurl
 1. Hitið ofninn 110°C.
 2. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til stífir toppar myndast.
 3. Setjið í stóran sprautupoka með hringlaga stút (eða klippið gat á sterkan poka)og sprautið litla toppa á bökunarplötu (um það bil 4-5 cm í þvermál). Búið síðan til smá holu í miðjuna með botninum á teskeið til að meira pláss myndist fyrir rjómann.
 4. Bakið í 50 mínútur og kælið.
 5. Bræðið saman Center mola og rjóma í potti þar til falleg karamellubráð hefur myndast, leyfið að kólna í nokkrar mínútur á meðan þið þreytið rjómann.
 6. Sprautið rjóma á hverja pavlou og „drisslið“ karamellubráð yfir rjómann ásamt hnetukurli. Gott er að setja karamellubráðina í lítinn sprautupoka/zip-lock poka og klippa lítið gat á endann.
 7. Uppskriftin gefur um 35-40 stk af litlum pavloum.

Hér sjáið þið þær síðan á eftirréttaturninum fína ásamt öðru góðgæti.

Center rúllurnar fást meðal annars í Hagkaup, Nettó, Iceland, Fjarðarkaup og 10-11

 

Aðrar spennandi færslur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur

Vinsælar færslur