Nachos partýdýfaNachosdýfur eru í miklu uppáhaldi á þessu heimili og oftar en ekki er „eðlan“ útbúin eða dásamlega ferska dýfan sem Þórunn vinkona kenndi mér að gera fyrir eins og tuttugu árum síðan! Held ég þurfi síðan klárlega að skjalfesta hvað við fjölskyldan setjum í okkar „eðlu“ við fyrsta tækifæri og setja hingað inn.

Þessi ferska dýfa með Cheddar osti er hins vegar frábærlega góð! Ég útjó hana fyrir Gott í matinn á dögunum þar sem sérstakar HM pakkningar af sýrðum rjóma komu á markað og þessi dýfa er einmitt tilvalin til að hafa með komandi fótboltaleikjum, í saumaklúbbinn eða bara hvað sem er!

Nachosdýfa

 • 225 gr sýrður rjómi frá Gott í matinn
 • 225 gr rjómaostur við stofuhita frá Gott í matinn
 • 450 gr salsasósa
 • 1 tsk tacokryddblanda
 • ½ meðalstór iceberghaus
 • 2 stórir tómatar
 • 1/3 Óðals cheddar ostur
 • 3 msk skornar ólífur

aIMG_5224

 1. Setjið sýrðan rjóma, rjómaost, salsasósu og tacokrydd í hrærivélina og þeytið saman þar til kekkjalaus blanda myndast.
 2. Hellið blöndunni í fallegt fat/skál/bakka.
 3. Saxið iceberg kálið smátt, skerið tómatana í teninga og rífið ostinn fínt.
 4. Stráið grænmetinu og því næst ostinum yfir salsablönduna.
 5. Að lokum fara skornar ólífur yfir ostinn og gott er að plasta og kæla dýfuna í að minnsta kosti klukkustund.
 6. Berið fram með stökkum nachos flögum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun