SúkkulaðitertaEftir að ég prófaði að útbúa bananabrauð með majónesi um daginn var ég svo spennt að prófa fleiri uppskriftir með því að ég gat ekki beðið eftir að prófa þessa súkkulaðiköku. Ég fann uppskrift af henni á Southern Living og breytti örlítið.

Þessi kaka stóð svo sannarlega undir væntingum og mæli ég með þið bakið hana með helgarkaffinu!

Súkkulaði – majónes – kaka upprksift

Kaka

• 350 ml heitt kaffi
• 125 gr bökunarkakó
• 550 gr hveiti
• 2 tsk matarsódi
• ½ tsk lyftiduft
• ½ tsk salt
• 440 gr sykur
• 90 gr púðursykur
• 4 egg
• 200 ml majónes frá E. Finnsson
• 2 tsk vanilludropar

1. Hellið heitu kaffinu yfir bökunarkakóið, hrærið vel saman og leyfið að kólna á borðinu í 15-20 mínútur á meðan annað er undirbúið.
2. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í skál og leggið til hliðar.
3. Hitið ofninn 175°C og smyrjið vel 3 x 20 cm form.
4. Þeytið saman egg, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst.
5. Bætið þá majónesinu og vanilludropunum saman við.
6. Bætið næst kaffiblöndunni og hveitiblöndunni til skiptis saman við þar til slétt og fínt.
7. Skiptið niður í formin og bakið í um 30-35 mínútur, kælið í forminu í um 15 mínútur og síðan aftur á grind þar til alveg kaldir.

Krem

• 300 gr suðusúkkulaðidropar
• 3 msk pönnukökusýróp
• 6 msk rjómi
• 180 gr mjúkt smjör
• 900 gr flórsykur
• ½ tsk salt
• 3 tsk vanilludropar
1. Hitið súkkulaði, sýróp og rjóma saman í örbylgjuofni þar til bráðið (hrærið á um 20 sek fresti).
2. Þeytið smjör, salt, vanilludropa og helminginn af flórsykrinum saman.
3. Hellið þá súkkulaðiblöndunni saman við og að lokum restinni af flórsykrinum.
4. Það gæti þurft að bæta smá rjóma við til að kremið verði létt og gott.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vogabæ

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun