ÁramótakakanVið fórum á jólaball í dag og allir komu með eitthvað á kökuhlaðborð. Þar sem jólafríið gerir það að verkum að hér er vakað lengi og sofið lengi kom Betty vinkona mín til bjargar eins og svo oft áður því tíminn var knappur. Að þessu sinni notaði ég Red Velvet kökumixið og svo Vanilla frosting bæði á milli laga og fyrir skreytinguna. Það rauða er ekki alltaf til og að sjálfsögðu er í lagi að nota súkkulaðimixið í staðinn. Fallegu gylltu kúlurnar og súkkulaðistjörnurnar fékk ég svo í Nettó og gera þær kökuna óneitanlega áramótalega og fína.

Kakan

 • Betty Crocker Red Velvet kökumix
 1. Bakið samkvæmt leiðbeiningum á pakka nema einu aukaeggi er bætt við og svolitlu að rauðum matarlit ef þið viljið sterkari rauðan lit (má sleppa).
 2. Bakað í 2x 20cm kökuformum og svo hvor botn tekinn í tvenn svo þið fáið 4 þynnri botna.

redvelvet

Kremið

 • 3,5 dósir Betty Crocker vanilla frosting
 • 3- 3,5 bollar flórsykur
 1. Blandið saman kreminu úr dósunum og flórsykri svo það verði stíft og fínt.
 2. Smyrjið á milli laga (x 3).
 3. Hyljið kökuna með þunnu lagi allan hringinn til að „binda“ kökumylsnuna og undirbúa fyrir smjörkremsskreytinguna.
 4. Notið stút no 125 frá Wilton eða annan sambærilegan rósalaufastút og sprautið í óreglulegar blúndur, munið að mjórri endinn vísar út frá kökunni.

Mér fannst kakan ótrúlega flott áður en ég skreytti hana endanlega en gullkúlurnar og stjörnurnar gera hana þó áramótalegri. Áður en ég setti skrautið á fannst mér hún mjög brúðarleg og væri ekki óvitlaust að skreyta brúðartertu með þessum hætti.

Allt hráefni og kökuskraut í þessa uppskrift fæst í Nettó

One Reply to “Áramótakakan”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun