Martha Stewart birti á dögunum ótrúlega girnilegt karamellu-smjörkrem á síðunni sinni og ég hreinlega gat ekki beðið eftir að fá að prófa það.
Því var skellt í eina súkkulaði Betty með smá auka bræddu suðusúkkulaði, súkkulaðikrem á milli og þetta dásamlega létta karamellusmjörkrem utan um alla kökuna.
Kakan
Betty Devil’s Food Cake mix samkvæmt leiðbeiningum nema 200gr af bræddu suðusúkkulaði bætt við í lokin. Skipt í 2x 20cm form og hver botn síðan tekinn í tvennt þegar þeir hafa kólnað svo þið endið með 4 botna.
Kremið á milli
Útbjó einfalda uppskrift af súkkulaðibráðinni og skipti á milli botnanna (x3 millilög)
Karamellusmjörkremið
- 1 ¼ bolli sykur (skipt niður)
- ¼ bolli vatn
- ¼ bolli rjómi
- 4 eggjahvítur
- 340gr smjör við stofuhita
- 1 tsk vanilludropar
- Setjið ¾ bolla af sykrinum í skaftpott ásamt vatninu og hitið að suðu, leyfið svo að „bubbla“ þar til blandan verður gyllt.
- Burstið niður hliðarnar á meðan blandan bubblar (til að ná sykurkornunum þar niður) 1-2x en alls ekki hræra í blöndunni sjálfri.
- Þegar gyllta litnum er náð er blandan tekin af hellunni, rjómanum hrært saman við og lagt til hliðar.
- Setjið eggjahvítur og sykur í hrærivélarskálina og hitið yfir vatnsbaði. Hrærið stanslaust í blöndunni þar til sykuragnirnar eru horfnar (getið prófað með því að nudda blöndunni á milli tveggja fingra).
- Færið skálina þá yfir á hrærivélina og þeytið þar til „fluffy“ (um 5-10 mín eftir hrærivélum).
- Bætið um 2 msk af smjöri útí í einu og hrærið í blöndunni á milli (ekki hafa áhyggjur þó blandan sé kekkjótt á þessu tímabili).
- Bætið vanilludropunum útí og loks karamellunni – þeytið vel í um 3-5 mínútur í viðbót þar til kremið verður slétt og létt í sér.
- Smyrjið vel af kremi á hliðarnar á kökunni og á toppinn, ég notaði síðan gaffal til að draga óreglulegt mynstur í kremið og stráði súkkulaðiskrauti yfir í lokin.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó