
Þennan sumarlega og dásamlega góða ost þurfa allir að prófa!
Ég er alltaf að baka osta, eeeeeeelska bakaða osta og hreinlega fæ ekki nóg af þeim. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt í þessu endalausa sumri og vildi prófa að grilla ost á útigrillinu og það tókst svona ljómandi vel og tók örstuttan tíma. Íris vinkona sem er ekki mikið fyrir osta gaf þessari samsetningu meira að segja mjög góða einkunn!

- 1 stk Dala Brie
- 2 litlar ferskjur skornar í teninga
- 1 lúka bláber
- 2 msk söxuð fersk basilika
- 3 msk sýróp
- Balsamik gljái
1. Leggið ostinn beran á vel heitt grillið í um 2 mínútur.
2. Snúið ostinum við og leggið á álpappír/ílát sem þolið grillhitann og setjið vel af ferskjum/bláberjum ofan á hann, lokið og grillið í 2 mínútur til viðbótar.
3. Takið af grillinu, hellið sýrópi og balsamik gljáa yfir og að lokum stráið þið basilikunni yfir.4. Berið fram með góðu kexi.

Minni ykkur á að fylgja Gotterí á INSTAGRAM