FriðheimarTómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Nú veit ég ekki hvar ég á að byrja því þessi staður er algjörlega einn af mínum uppáhalds. Við fjölskyldan höfum heimsótt Friðheima frá því veitingastaðurinn var opnaður þar og mælt með honum við hvern einasta ferðalang, vin og ættingja. Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með velgengni hjónanna Knúts og Helenu og þeirra frábæra starfsliðs. Þetta er einn af þessum „One of a kind“ stöðum á heimsvísu, það er alveg klárt mál.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Ég gæti líklega skrifað hér margra blaðsíðna grein um allt það frábæra starf sem þarna fer fram. Allt frá tómataræktun, veitingarekstri eða yfir í hestasýningar. Ég ætla að reyna að stikla hér á stóru og það eina sem ég get gert er að mæla með heimsókn!

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Elsta dóttir mín elskar tómatsúpuna hjá þeim og hugsa hún færi í Friðheima vikulega ef staðurinn væri nær okkur. Við förum að lágmarki einu sinni á ári í Friðheima (yfirleitt oftar) og hvort sem það er sumar eða vetur, þá er alltaf sumar og sól inni í gróðurhúsinu. Við höfum til dæmis stundum komið á ísköldum vetrardegi í ljúffenga súpu og fengið hita í kroppinn og hjartað við heimsóknina.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Tómatsúpan er guðdómleg með nýbökuðu brauði sem boðið er upp á með henni og það er erfitt að ætla bara að fara eina ferð eða fá sér bara eina sneið því þetta er allt saman svooooo gott!

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun
Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Hægt er að fá pinna með mismunandi góðgæti til að setja í súpuna og þeir eru allir virkilega góðir, bara spurning hvort fólk sé fyrir kjúkling, sjávarrétti eða osta….já eða bara smá af öllu!

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Á borðunum er síðan gúrkusalsa, smjör, fersk basilika til að klippa niður og fleira og ég er algjörlega fallin fyrir gúrkusalsanu, það er alveg geggjað, namm!

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Yngri stelpurnar mínar eru hrifnar af Ravioli en hægt er að kaupa ferskt Ravioli pasta með heimalagaðri pastasósu og pestói sem er brjálæðislega gott.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Þegar við komum í heimsókn fyrir hönd Gotterí tók Knútur á móti okkur með þessum fallega drykk sem samanstendur af grænum tómötum, engifer, lime og fleiru sem kitlaði bragðlaukana. Hann fór síðan stuttlega yfir sögu Friðheima og framkvæmdagleði þeirra hjóna, vá hvað ég dáist að þeim og því sem þau hafa áorkað! Þetta er algjörlega magnað starf sem þau hafa byggt þarna upp og hvet ég alla til að kynna sér þessa sögu.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Býflugurnar gegna mikilvægu hlutverki í gróðurhúsinu og er hægt að fá að skoða þær í heimsókninni og minnstu dúllunni minni fannst það mjög áhugavert. Hún var sko alveg með það á hreinu að hún væri á leiðinni að skoða býflugurnar alla leiðina austur.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Að sitja í gróðurhúsi og snæða yndislegan mat er eitthvað sem allir ættu að prófa. Mæli þó með því að panta borð því því það er mikil aðsókn og leiðinlegt að koma á staðinn og geta ekki fengið að setjast niður.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Í Friðheimum eru ræktaðar nokkrar tegundir af tómötum. Við fengum að smakka þessa stóru fallegu og sætu Heirloom tómata ásamt handgerðum íslenskum Mozzarella ferskum Burrata osti og pestó í forrétt og ég hef ekki getað hugsað um annað síðan, þarf klárlega að leika þetta eftir hér á blogginu fyrir ykkur.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Ég bara gat ekki hætt að taka myndir af allri fegurðinni.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Svo fallegt!

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Það hafa verið þróaðar ýmsar uppskriftir bæði fyrir mat og drykk úr tómötum í Friðheimum og eftirréttirnir eru þeir krúttlegustu sem ég hef séð. Þeir koma í blómapottum og eru hver öðrum betri. Þessi ostakaka er með sultu úr grænum tómötum, límónu og kanil og var ein sú besta ostakaka sem ég hef smakkað!

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Hér er síðan græntómata- og eplabaka Friðheima með þeyttum rjóma, alveg dásamleg. Við smökkuðum einnig heimalagaðan tómatís og þegar myndatöku lauk var ekki mikið eftir í þessum skálum….já eða pottum öllu heldur.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Í lokin leyfi ég nokkrum skemmtilegum myndum að fylgja færslunni…..

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Það er hægt að kaupa ýmsar vörur í Litlu tómatbúðinni sem er í anddyri Friðheima og þær eru hver annarri girnilegri.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Í Friðheimum er mestallt hráefni ræktað á staðnum fyrir veitingastaðinn svo það er eins ferskt og vistvænt og á verður kosið. Fersk basilika er á hverju borði til þess að klippa niður í súpuna eða annað góðgæti.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Að ganga um svæðið á Friðheimum er ævintýri líkast, hægt að klappa hestunum og skoða sig um áður en farið er upp í bíl á vit nýrra ævintýra.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Matarupplifun í Friðheima er eitthvað sem allir ættu að prófa, við fjölskyldan munum í það minnsta halda áfram að vera þar reglulegir gestir um ókomin ár.

Tómatsúpa, heimsókn í Friðheima , matarupplifun

Takk fyrir okkur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun