Nestisstangir



⌑ Samstarf ⌑
Hnetustykki í nestisboxið með hnetum, eplum , fræjum og alls konar

Hnetu- og ávaxtastangir eru eitthvað sem er gott að grípa í milli mála. Hér er ein útfærsla af slíkum sem slógu í gegn hér hjá okkur fjölskyldunni.

Hnetustykki í nestisboxið með hnetum, eplum , fræjum og alls konar

Nestisstangir

  • 140 g Til hamingju þurrkuð epli
  • 60 g Til hamingju sólblómafræ
  • 40 g Til hamingju sesamfræ
  • 80 g Til hamingju brotnar kasjúhnetur
  • 100 g Til hamingju möndlur
  • 60 g Til hamingju heilar heslihnetur
  • 20 g Til hamingju kókosflögur
  • 60 g Til hamingju sólblómafræ
  • 30 g Cheerios
  • ½ tsk. salt
  • 200 g sýróp (Lyle‘s)
  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Saxið þurrkuðu eplin smátt niður.
  3. Saxið möndlur og heslihnetur gróft niður.
  4. Blandið öllu saman í skál þar til það er vel klístrað saman.
  5. Setjið bökunarpappír í botninn á ferköntuðu formi (um 25 x 25cm), spreyjið pappírinn með matarolíuspreyi og þjappið blöndunni jafnt í formið.
  6. Bakið í 20-22 mínútur þar til vel gyllt og kælið alveg í forminu áður en þið lyftið blöndunni upp úr og skerið í lengjur.
Hnetustykki í nestisboxið með hnetum, eplum , fræjum og alls konar

Þurrkuð epli eru ótrúlega góð svo ef ykkur langar í eitthvað sætt og hollt á milli mála, hvort sem það er að narta í þau ein og sér eða skera þau í hnetu- og ávaxtastangir eins og þessar hér.

Hnetustykki í nestisboxið með hnetum, eplum , fræjum og alls konar

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun