Pottabrauð⌑ Samstarf ⌑
Pottabrauð í Le Creuset potti

Það er fátt betra en nýbakað brauð og hér er dúnmjúkt pottabrauð með stökkri skorpu sem er bakað í potti. Þessi uppskrift er ofureinföld og ekkert vesen að búa brauðið til.

Pottabrauð í Le Creuset potti

Fallega Le Creuset pottinn fékk ég í Byggt & Búið en þar er mikið úrval af þessum fallegu vörum. Pottarnir eru til í ótal stærðum og litum og það er sannarlega erfitt að velja. Þessi pottur er 24 cm í þvermál og liturinn heitir Ocean. Mér finnst 24 cm potturinn mjög hentug stærð fyrir almenna heimilisnotkun en ef þið eruð mikið að gera stórar súpuuppskriftir eða slíkt myndi ég mæla með 26 cm eða stærri potti frekar. Þessi hentar annars mjög vel fyrir allt almennt fjölskyldubras að mínu mati.

Pottabrauð

 • 1 þurrgersbréf (11,8 g)
 • 1 msk. sykur
 • 250 ml volgt vatn
 • 2 tsk. salt
 • 350 g hveiti
 1. Setjið þurrger, sykur og volgt vatn saman í hrærivélarskálina og leyfið að standa í um 5 mínútur þar til gerið fer að freyða.
 2. Hellið þá saltinu saman við og hveitinu í nokkrum skömmtum, hrærið á lægsta hraða með króknum þar til deigið byrjar að losna frá hliðunum (deigið er aðeins klístrað og það er allt í lagi).
 3. Hjúpið deigkúluna með vel af hveiti og leyfið að hefast í hrærivélarskálinni í klukkustund.
 4. Takið deigið þá úr skálinni og færið yfir á hveitistráðan flöt á borði, togið deigið inn að miðju eins og þið séuð að pakka því inn allan hringinn, snúið því svo við og mótið fallega kúlu.
 5. Setjið kúluna í skál með sléttu hliðina upp sem búið er að strá hveiti í botninn og stráið aftur hveiti allan hringinn svo það festist ekki við skálina í seinni hefun, leyfið að hefast í skálinni í 30 mínútur.
 6. Hitið á meðan ofninn í 220° og setjið pottinn inn í á meðan til að hita hann.
 7. Takið deigkúluna varlega upp úr skálinni og leggið hana í heitan pottinn, nú má slétta kúluhliðin snúa niður svo smá óreglulegt mynstur komi við baksturinn.
 8. Bakið með lokið á pottinum í 30 mínútur, takið lokið þá af og bakið aftur í 10 mínútur.
 9. Leyfið brauðinu síðan að kólna í um 15 mínútur áður en það er skorið niður.

Þið getið séð ferlið í Highlights á INSTAGRAM

Pottabrauð í Le Creuset potti

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun