
Það má sannarlega gera hollari útgáfur af eftirréttum inn á milli og þessi hér er klárlega slíkur. Hér eru súkkulaði- og jógúrthúðaðir ávextir og hnetur í bland við hnetur, möndlur og fleira sett í matvinnsluvél fyrir botninn og síðan létt jarðaberja ostakaka, rjómi og jarðaber sett þar ofan á, namm þetta var svoooo gott!

Það mætti alveg skipta uppskriftinni niður í smærri skálar til að fá fleiri en þessi blanda er virkilega góð og hægt að borða með betri samvisku en margt annað.

Hollustusæla
Uppskriftin dugar í um sex skálar
Mulningur í botninn
- 200 g Til hamingju hnetur og ávextir með súkkulaði og jógúrthúð
- 90 g Til hamingju döðlur
- 50 g Til hamingju möndlur með hýði
- 50 g Til hamingju pekanhnetur
- 20 g Til hamingju kókosflögur
- 1 banani
- Setjið allt nema banana í blandara/matvinnsluvél og tætið niður í grófan mulning.
- Stappið þá bananann og bætið honum út í og blandið aftur stutta stund.
- Setjið kúfaða matskeið í botninn á nokkrum litlum skálum og útbúið næst ostakökuna til að setja ofan á.
Ostakaka
- 260 g rjómaostur við stofuhita
- 70 g flórsykur
- 1 tsk. vanillusykur
- 250 g maukuð fersk jarðaber
- 300 g stífþeyttur rjómi
- Þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanillusykur.
- Vefjið þá jarðaberjamaukinu saman við og því næst rjómanum.
- Setjið í stóran zip-lock poka og skiptið niður í skálarnar.
- Hægt er að plasta og kæla kökuna á þessu stigi og skreyta síðar (í lagi að geyma yfir nótt).
Rjómi og skraut
- 150 g þeyttur rjómi
- Gróft saxaðar Til hamingju hnetur og ávextir með súkkulaði og jógúrthúð
- Fersk jarðaber
- Sprautið smá af þeyttum rjóma í miðjuna á hverri köku.
- Stráið hnetum og ávöxtum yfir og að lokum fersku jarðaberi.

Það passaði mjög vel að nota þessa blöndu í botninn ásamt fleiru þar sem súkkulaði- og jógúrthúðin kemur með bragð sem fer einstaklega vel með jarðaberjablöndunni.

Megið endilega líka fylgja Gotterí á INSTAGRAM