Frozen bangsaafmæli



Frozen afmæli, Frozen birthday theme

Elsku Hulda Sif okkar varð 3ja ára í gær. Hún er ákveðin ung dama og var búin að hlakka mikið til þess að hafa afmælisveislu. Harðákveðin í að fá Frozen köku eftir að hafa farið í bíó á Frozen II og pantaði Frozen afmælispakka. Þar sem engar afmælisveislur eru í boði þessa dagana ákváðum við engu að síður að gera handa henni afmælisveislu með öllu sem hún hafði óskað sér þar sem hún skilur auðvitað ekkert hvað COVID-19 eða samkomubann er…..já og þar sem mömmunni leiðist ekkert heldur að baka kökur!

Frozen cake and Frozen birthday theme

Frozen kökuna fékk hún, bangsagestir sátu í öllum stólum, afmælissöngurinn var sunginn, blásið var á kerti og öllum gjöfum var pakkað inn í Frozen gjafapappír fyrir elsku gullið.

Veislugestir af öllum stærðum og gerðum!

Frozen cake and Frozen birthday theme

Elsa og Anna voru settar á toppinn ásamt glæsilegum afmæliskertastjaka.

Litla dúllan hló og hló þegar hún kom niður og sá alla bangsana í eldhúsinu sem stóra systir hafði raðað við borðið handa henni. Það var vinkona mín hún Nanna sem sendi mér mynd úr afmæli dóttur sinnar þar sem bangsar sátu til borðs. Hugmyndina fékk ég því hjá henni og þetta var klárlega besta hugmynd dagsins!

Frozen cake and Frozen birthday theme

Það var ekkert verið að flækja hlutina hér, ég átti nokkrar bollakökur í frysti og var í febrúar búin að rúlla fullt af kökupinnakúlum og frysta þar sem það átti að vera risa afmælispartý hér í gær. Við tókum bollakökurnar því úr frysti ásamt hluta af kökupinnakúlunum og bökuðum súkkulaði-Betty í kökuna. Það hefði annars hentað mjög vel að baka 2 x Betty Croker Devils mix, setja um 330 g af deigi í hvert form og gera 4 x 15 cm kökuform fyrir kökuna og baka svo bollakökur úr restinni. Við gerðum 6 x 15 cm botna þar sem við áttum bollakökur og tveir botnar fengu að fara í frystinn til að skreyta síðar. Annars myndi líka alveg duga að baka 1x Betty mix og skipta því niður í 3 x 15 cm kökuform.

Bollakökur

Betty Crocker Devils bollakökur með súkkulaðismjörkremi.

Kökupinnar

Kökupinnarnir eru úr vanillu kökumixi frá Betty Crocker sem búið er að mylja niður og blanda saman við Betty Crocker vanilla frosting, síðan hjúpað með bláu Candy Melts og skreytt með sama kökuskrauti og annað í veislunni.

Sykurpúðar með súkkulaði Frozen afmæli

Elín Heiða systir hennar Huldu sá svo um að dýfa sykurpúðum á priki í sams konar blátt súkkulaði og skreyta, þetta er sáraeinfalt og vekur alltaf mikla lukku.

Frozen cake and Frozen birthday theme

Ég var að prófa að gera „Fault line cake“ í fyrsta skipti, já ég veit ekki íslenskt orð yfir þetta en þið megið endilega senda mér tillögur!
Þetta tókst bara vel og ég á án efa eftir að prófa frekari útfærslur á þessu á næstunni. Ég setti ferlið í Highlights á INSTAGRAM svo þið getið séð hvernig maður gerir þetta þar.

Frozen birthday, coid 19 guests

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun