„Poolside Dip“



⌑ Samstarf ⌑
Fersk nacosídýfa með grænmeti

Salöt, ídýfur og þess háttar gúmelaði er sívinsælt. Hér kemur ein hugmynd beint frá Ameríkunni eins og svo margar aðrar hér á blogginu. „Poolside Dip“ eða „Ranch Dip“ eins og hún er líka oft kölluð er fersk og góð ídýfa sem fer einstaklega vel með stökkum flögum. Það var að koma ný bragðtegund af Finn Crisp snakkinu með „Creamy Ranch“ og útfærsla af þessari ídýfu var það fyrsta sem poppaði upp í huga minn til að gera með því svo ég fór strax í það að útbúa hana!

Fersk ídýfa með nacosflögum

Þessi ídýfa er líka hollari en margar aðrar og hentar því afar vel með Finn Crisp nachos flögunum sem eru það líka!

Poolside Dip með nacosflögum

„Poolside Dip“ uppskrift

  • 2 tómatar
  • 1 rauð paprika
  • 1 jalapeño
  • 100 g ORA gular baunir
  • 100 g rifinn cheddar ostur
  • 100 g rjómaostur
  • 100 g sýrður rjómi
  • ½ lime (safinn)
  • 1 lítið bréf „ranch mix eða dressing mix“
  • Finn Crisp Creamy Ranch snakkflögur
  1. Takið innan úr tómötunum og saxið þá smátt niður.
  2. Saxið niður papriku og jalapeño og blandið saman við tómatana ásamt cheddar ostinum.
  3. Pískið rjómaost, sýrðan rjóma, limesafa og „ranch mix“ saman í aðra skál og blandið síðan saman við grænmetið með sleif.
  4. Geymið í kæli fram að notkun og njótið síðan með Finn Crisp snakki með Creamy Ranch bragði.
Finn Crisp nachos flögur með ídýfu

Vinkonur mínar tvær komu akkúrat við í kaffi þegar þessi ídýfa var klár og hún var ekki lengi að hverfa ofan í okkur svo ég mæli hreinlega með því að skella strax í tvöfalda uppskrift ef þið eigið von á gestum!

ídýfa með grænmeti og nachos

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun